Enski boltinn

Carrick frá í þrjár vikur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Carrick bætist við meiðslalistann.
Carrick bætist við meiðslalistann.

Michael Carrick, miðjumaður Manchester United, verður frá í um þrjár vikur vegna ökklameiðsla. Hann fór meiddur af velli þegar United gerði 1-1 jafntefli gegn Newcastle í gær.

Hann mun því missa af vináttulandsleik Englands gegn Tékklandi á miðvikudag og einnig af deildarleik United gegn Portsmouth ásamt leiknum um Ofurbikar Evrópu við Zenit frá Pétursborg. Jermaine Jenas tekur sæti Carrick í landsliðshópnum.

Ryan Giggs og Fraizer Campbell þurftu að yfirgefa völlinn í gær vegna smávægilegra meiðsla. Fyrir á meiðslalista United voru Cristiano Ronaldo, Louis Saha, Park Ji-Sung og Owen Hargreaves. Nani tók út leikbann, Anderson er á Ólympíuleikunum og Carlos Tevez lék ekki gegn Newcastle vegna andláts ættingja hans í Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×