Erlent

Til hamingju New York

Óli Tynes skrifar
....hún á afmæli í dag.
....hún á afmæli í dag.

New York búar héldu í gær upp á 125 ára afmæli Brooklyn brúarinnar. Brúin er 1825 metra löng. Hún liggur yfir East River og tengir saman hverfin Broolyn og Manhattan.

Hún var á sínum tíma stærsta hengibrú í heimi, og sú fyrsta sem gerð var úr stálvírum.

Smíði brúarinnar hófst 3. janúar árið 1870 og tók 13 ár. Hún var opnuð fyrir umferð 24 maí 1883. Þann dag fóru yfir hana 1800 bílar og 150.300 manns.

Viku eftir opnunina breiddist sá kvittur út eins og eldur í sinu að brúin væri að hrynja. Fólk sem var úti á henni var gripið mikilli skelfingu. Allir reyndu að forða sér og tólf manns biðu bana í troðningnum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×