Innlent

Kompás í kvöld: Almannahagsmunir í húfi

Jóhannes Kr. Kristjánnson, ritstjóri Kompáss.
Jóhannes Kr. Kristjánnson, ritstjóri Kompáss.

Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Kompáss, segir að málið sem tekið sé fyrir í Kompás í kvöld varði almannahagsmuni. Í þættinum er sýnt frá því þegar útsendarar Kompáss hitta Björgvin Þorsteinsson sem auglýst hafði eftir því að komast í samband við fólk sem væri illa statt fjárhagslega en þó ekki gjaldþrota. Fólkið átti að fá greitt fyrir að taka á sig skuldir óskyldra aðila þar sem það væri hvort sem er á leið í gjaldþrot.

Kompás tók fundinn upp á myndband án þess að Björgvin vissi af því. Lögmaður hans, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur nú hótað málsókn verði þátturinn sýndur. Einar Þór Sverrisson, lögmaður 365, hefur svarað bréfi Vilhjálms þar sem hann mótmælir því sem þar kemur fram.

Að sögn Jóhannesar grípur Kompás aðeins til þess að nota falda myndavél þegar ríkir almannahagsmunir eru í húfi. „Við lítum svo á að svo hafi vissulega verið í þessu tilfelli og því var ákveðið að fara þessa leið," segir Jóhannes og bætir því við að engin breyting verði gerð á þættinum, hann verði á dagskrá í kvöld strax eftir fréttir Stöðvar 2.




Tengdar fréttir

Kompás í kvöld: Lögmaður hótar lögsókn

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur sent fréttaskýringaþættinum Kompási bréf fyrir hönd umbjóðanda síns Björgvins Þorsteinssonar. Í bréfinu segir, að verði auglýstur Kompásþáttur sem er á dagskrá í kvöld sýndur með óbreyttu sniði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365 hf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×