Fótbolti

Kalmar á titilinn vísan

Ari Freyr Skúlason
Ari Freyr Skúlason

Kalmar er komið með aðra höndina á meistaratitilinn í sænsku úrvalsdeildinni eftir 6-0 stórsigur á Norrköping í næst síðasta leik sínum í deildinni í dag.

Kalmar hefur hlotið 63 stig og er á toppnum, sex stigum meira en Helgi Valur Daníelsson og félagar í Elfsborg sem hafa 57 stig í öðru sæti og á leik til góða gegn Halmstad á morgun. Kalmar verður meistari ef Elfsborg vinnur ekki leikinn annað kvöld.

Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði Sundsvall í 2-1 tapi fyrir Örebro í dag en liðið verður nú að vinna sigur á Malmö í lokaleik sínum til að eiga möguleika á að halda sér í deildinni.

Úrslit dagsins í Svíþjóð:

AIK 3-1 Helsingborg

Sundsvall 1-2 Örebro

Kalmar 6-0 Norrköping

Trelleborgs 3-3 Gefle








Fleiri fréttir

Sjá meira


×