Enski boltinn

Ensku liðin eiga 17 af 20 leikmönnum

Lionel Messi er einn af þremur leikmönnum, sem tilnefndir eru, sem leika utan Englands.
Lionel Messi er einn af þremur leikmönnum, sem tilnefndir eru, sem leika utan Englands.

Ensk lið eiga sautján af þeim tuttugu leikmönnum sem hafa verið tilnefndir af Knattspyrnusambandi Evrópu sem bestu leikmenn í meistaradeild og UEFA-keppninni á síðasta tímabili.

Sex leikmenn, Cristiano Ronaldo, Wayne Rooney, Edwin van der Sar, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic og Paul Scholes, frá Evrópumeisturum Manchester Unitederu í þessum tuttugu manna hópi en einu leikmennirnir utan Englands eru Manuel Neuer frá Schalke og Barcelona-leikmennirnir Carles Puyol og Lionel Messi.

Eftirtaldir leikmenn voru valdir:

Marverðir: Manuel Almunia (Arsenal), Petr Cech (Chelsea), Manuel Neuer (Schalke), Jose Reina (Liverpool) og Edwin van der Sar (Mancheste United).

Varnarmenn: Jamie Carragher (Liverpool), Rio Ferdinand (Manchester United), Carles Pyuol (Barcelona), John Terry (Chelsea) og Nemanja Vidic (Manchester United).

Miðjumenn: Michael Essien (Chelsea), Cesc Fabregas (Arsenal), Steven Gerrard (Liverpool), Frank Lampard (Chelsea) og Paul Scholes (Manchester United).

Sóknarmenn: Didier Drogba (Chelsea), Lionel Messi (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Manchester United), Wayne Rooney (Manchester United) og Fernando Torres (Liverpool).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×