Enski boltinn

Mark Viduka í klípu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Viduka, leikmaður Newcastle.
Mark Viduka, leikmaður Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Ástralski framherjinn Mark Viduka þarf nú að velja hvort hann leiki með liði sínu, Newcastle, gegn Everton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Viduka á við meiðsli á hásin að stríða og hefur undanfarið verið að spila með talsverðan sársauka. Hann þarf ekki að fara í aðgerð en þarf að fá sprautu vegna meiðslanna.

„Hann þarf að fá sprautu og við þurfum að ákveða hvort það verði fyrir leikinn gegn Everton eða eftir hann. Þetta er eitthvað sem við - ég, læknirinn og Mark sjálfur - þurfum að ákveða. Ef hann vill spila síðasta leikinn og telur að hann sé í nægilega góðu formi til þess eigum við þann kostinn."

Ef Viduka fær sprautumeðferðina strax eftir leikinn gegn Chelsea verður hann búinn að jafna sig í tæka tíð áður en undirbúningstímabilið hefst í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×