Enski boltinn

Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði til­boði BBC

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mark Chapman er þrautreyndur fjölmiðlamaður.
Mark Chapman er þrautreyndur fjölmiðlamaður. getty/Richard Sellers

Mark Chapman ku hafa hafnað tilboði BBC um að taka við Match of the Day af Gary Lineker þar sem hann vildi ekki deila stjórn þáttarins með Kelly Somers.

Í gær var greint frá því að Lineker myndi hætta sem þáttastjórnandi Match of the Day í lok tímabilsins. Hann tók við stjórnartaumunum í þessum fræga þætti 1999.

Chapman stýrir Match of the Day 2 á sunnudögum. Hann fékk boð frá BBC um að taka við aðalþættinum og deila þáttastjórninni með Somers. 

Breskir fjölmiðlar greina frá því að Chapman hafi ekki verið til í það og hafnað tilboði BBC.

Meðal annarra sem hafa verið orðaðir við þáttastjórn Match of the Day má nefna Alex Scott og Gabby Logan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×