Erlent

Eigin­kona Fritzl yfir­heyrð í dag

Austurríska lögreglan ætlar að yfirheyra eiginkonu Josef Fritzl til kanna hvort satt sé að hún hafi í raun og veru ekkert vitað um þann hrylling sem átti sér stað í kjallara þeirra hjóna.

Lögreglan í Austurríki handtók um síðustu helgi Josef Fritzl, sjötíu og þriggja ára karlmann, en hann hafði þá haldið dóttir sinni í kjallaradýflissu í tuttugu og fjögur ár og beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Ól dóttir hans honum sjö börn.

Málið komst upp þegar elsta barnið, 19 ára stúlka, veiktist illa fyrir skömmu og leita þurfti læknisaðstoðar fyrir hana. Rosemarie, eiginkona Fritzl, segist ekkert hafa vitað um hvað átti sér stað í kjallaranum. Hún hefur síðstu dagana verið í umsjá lækna og embættismenn hjá lögreglunni hafa ítrekað lýst því yfir að hún liggi ekki undir grun í málinu.

Í dag greindi Sky-fréttastofan svo frá því að sérfræðingar hjá austurríku lögreglunni leiti nú að DNA-sönnunargögnum í kjallaranum sjálfum til að sjá hverjir hafi í raun og veru komið þar inn. Jafnframt hefur lögreglan ákveðið að yfirheyra eiginkonuna til að kanna hversu mikið hún vissi í raun og veru um dýflissuna og hvort hún hafi komið þar inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×