Betra að vera fangi en stúdent? Hildur Björnsdóttir skrifar 24. júlí 2009 07:45 Það var líkt og hendi væri veifað. Í einni svipan breyttist íslenskt efnahagsundur í efnahagssplundur og menn báðu Guð að blessa Ísland. Örvænting greip um sig meðal þjóðarinnar og látlaus vonbrigði brennimerktu íslensku þjóðarsálina. Stórasta land í heimi var nú krossfest, dáið, grafið. Kannski svolítið dramatískt, en alvarlegt var það - ástandið sem heltók nú fallega, hreina Ísland. Fjármálakreppan ógurlega hefur víða gert vart við sig. Ótal samfélagshópar berjast nú í bökkum og enginn vill komast í of náin kynni við niðurskurðarhníf stjórnvalda. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa stúdentar þó alltaf beðið úti í kuldanum, aldrei notið góðs af góðærinu og sitja nú sífellt undir hnífsblaði stjórnvalda. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum LÍN mun tekjulaus námsmaður í leiguhúsnæði fá 100.600 kr. mánaðarlega næsta skólaár. Það er óhætt að fullyrða að enginn annar samfélagshópur býr við svo bág kjör en stjórnvöld hafa haldið námsmönnum undir fátækramörkum um árabil. Til nánari rökstuðnings á fáránleika fjárhæðarinnar reiknar Lánasjóðurinn með því að námsmaður geti brauðfætt sig á 584 kr. daglega. Því til samanburðar greiðir ríkið 1.300 kr. daglega í matarkostnað fyrir hvern afplánunarfanga. Það er rúmlega tvöföld sú upphæð sem námsmönnum reiknast og rúmlega margfalt fáránlegur raunveruleiki. Eiga afbrotamenn þjóðarinnar virkilega skilið betri lífskjör en námsmenn? Nú þegar þúsundir landsmanna standa frammi fyrir atvinnuleysi hvetja stjórnvöld fólk til að ganga menntaveginn. Stjórnvöldum gleymist þó ætíð sú staðreynd hve óhagstætt það er að vera námsmaður. Ráðamenn þjóðarinnar hafa í gegnum árin búið betur í haginn fyrir alla aðra samfélagshópa - öryrkja, atvinnulausa, fólk á félagsbótum - jafnvel verst settu hóparnir hafa það náðugra en námsmenn. Við biðjum ekki um mikið. Við biðjum um jafngóða máltíð og afplánunarfangar og afbrotamenn. Er það til of mikils mælst? Áður en stjórnvöld geta með góðri samvisku boðið menntun sem fýsilegan kost þarf að tryggja nokkrar grundvallarbreytingar. Grunnframfærsla námslána þarf að vera í samræmi við framfærslugrunn atvinnulausra, öryrkja og afplánunarfanga. Fyrirbyggja þarf að nám verði að forréttindum hinna ríku og efnameiri. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við námsmenn og tryggja þeim viðunandi lífsskilyrði svo einstaklingar sjái áfram hag sinn í því að sækja sér æðri menntun - því menntun er skynsamleg fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Það var líkt og hendi væri veifað. Í einni svipan breyttist íslenskt efnahagsundur í efnahagssplundur og menn báðu Guð að blessa Ísland. Örvænting greip um sig meðal þjóðarinnar og látlaus vonbrigði brennimerktu íslensku þjóðarsálina. Stórasta land í heimi var nú krossfest, dáið, grafið. Kannski svolítið dramatískt, en alvarlegt var það - ástandið sem heltók nú fallega, hreina Ísland. Fjármálakreppan ógurlega hefur víða gert vart við sig. Ótal samfélagshópar berjast nú í bökkum og enginn vill komast í of náin kynni við niðurskurðarhníf stjórnvalda. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa stúdentar þó alltaf beðið úti í kuldanum, aldrei notið góðs af góðærinu og sitja nú sífellt undir hnífsblaði stjórnvalda. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum LÍN mun tekjulaus námsmaður í leiguhúsnæði fá 100.600 kr. mánaðarlega næsta skólaár. Það er óhætt að fullyrða að enginn annar samfélagshópur býr við svo bág kjör en stjórnvöld hafa haldið námsmönnum undir fátækramörkum um árabil. Til nánari rökstuðnings á fáránleika fjárhæðarinnar reiknar Lánasjóðurinn með því að námsmaður geti brauðfætt sig á 584 kr. daglega. Því til samanburðar greiðir ríkið 1.300 kr. daglega í matarkostnað fyrir hvern afplánunarfanga. Það er rúmlega tvöföld sú upphæð sem námsmönnum reiknast og rúmlega margfalt fáránlegur raunveruleiki. Eiga afbrotamenn þjóðarinnar virkilega skilið betri lífskjör en námsmenn? Nú þegar þúsundir landsmanna standa frammi fyrir atvinnuleysi hvetja stjórnvöld fólk til að ganga menntaveginn. Stjórnvöldum gleymist þó ætíð sú staðreynd hve óhagstætt það er að vera námsmaður. Ráðamenn þjóðarinnar hafa í gegnum árin búið betur í haginn fyrir alla aðra samfélagshópa - öryrkja, atvinnulausa, fólk á félagsbótum - jafnvel verst settu hóparnir hafa það náðugra en námsmenn. Við biðjum ekki um mikið. Við biðjum um jafngóða máltíð og afplánunarfangar og afbrotamenn. Er það til of mikils mælst? Áður en stjórnvöld geta með góðri samvisku boðið menntun sem fýsilegan kost þarf að tryggja nokkrar grundvallarbreytingar. Grunnframfærsla námslána þarf að vera í samræmi við framfærslugrunn atvinnulausra, öryrkja og afplánunarfanga. Fyrirbyggja þarf að nám verði að forréttindum hinna ríku og efnameiri. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við námsmenn og tryggja þeim viðunandi lífsskilyrði svo einstaklingar sjái áfram hag sinn í því að sækja sér æðri menntun - því menntun er skynsamleg fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun