Erlent

Fjórtán milljónir án vinnu

á vinnumálaskrifstofunni Atvinnuleysi í Bandaríkjunum jafnast á við að Norðmenn og Svíar mæli göturnar.Fréttablaðið/AP
á vinnumálaskrifstofunni Atvinnuleysi í Bandaríkjunum jafnast á við að Norðmenn og Svíar mæli göturnar.Fréttablaðið/AP

Atvinnuleysi mældist 8,9 prósent í Bandaríkjunum í nýliðnum mánuði, samkvæmt upplýsingum bandarísku vinnumálastofnunarinnar í gær.

Þetta jafngildir því að 13,7 milljónir Bandaríkjamanna séu nú án atvinnu vestanhafs. Fjöldinn hefur ekki verið jafn mikill í 26 ár, eða frá 1983.

Til samanburðar eru allir íbúar Svíþjóðar og Noregs fjórtán milljónir talsins.

Samkvæmt gögnum Vinnumálastofnunarinnar var 539 þúsund manns sagt upp vestan hafs í mánuðinum. Það er talsvert minna en búist var við og eru menn bjartsýnir á að farið sé að hægja á uppsagnahrinunni. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×