Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir leikur með KR í kvöld þegar Vesturbæjarfélagið mætir ÍR á ÍR-vellinum í Pepsi-deild kvenna.
Katrín hefur verið við nám í Bandaríkjunum í vetur og endurkoma hennar til KR er gríðarlegur liðsstyrkur en félagið hefur farið heldur rólega af stað í sumar og unnið aðeins einn leik og gert eitt jafntefli í fyrstu sex leikjunum.
Katrín hefur leikið með meistaraflokki KR frá árinu 2001 og hefur skorað 46 mörk í 132 leikjum.