Viðskipti erlent

Ríkið fær þrettán prósent

Bandaríski bílaframleiðandinn segir afkomuna vera loks að batna eftir fimm ára taprekstur.
Bandaríski bílaframleiðandinn segir afkomuna vera loks að batna eftir fimm ára taprekstur.

Stjórnendur bandaríska bílarisans General Motors stefna á að greiða niður neyðarlán sem stjórnvöld vestra veittu fyrirtækinu til að forða því frá gjaldþroti fyrr á árinu. Endurgreiðslan á ekki að hefjast fyrr en eftir sex ár.

Væntingar eru um betri afkomu bílaframleiðandans nú eftir viðvarandi taprekstur frá 2004, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar.

Fyrirtækið stefnir á að greiða einn milljarð dala á hverjum ársfjórðungi næstu ár. Heildarendurgreiðsla mun hljóða upp á 6,7 milljarða af milljörðunum fimmtíu sem ríkið lét General Motors í té. Það jafngildir rúmlega þrettán prósenta endurgreiðslu.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×