Fótbolti

Fjögurra stiga forysta Herthu - Voronin með þrennu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andryi Voronin skoraði þrjú fyrir Herthu í dag.
Andryi Voronin skoraði þrjú fyrir Herthu í dag. Nordic Photos / Bongarts
Hertha Berlín er með fjögurra stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins.

Hertha vann 3-1 sigur á Energie Cottbus á útivelli á sama tíma og Hoffenheim gerði jafntefli og Hamburg steinlá á útivelli fyrir Borussia Mönchengladbach.

Hertha er á toppi deildarinnar með 46 stig en fjögur lið koma næst með 42 stig - Bayern München, Hoffenheim, Hamburg og Wolfsburg sem vann 1-0 sigur á Karlsruhe.

Bayern vann 5-1 stórsigur á Hannover og það eftir að hafa lent 1-0 undir þökk sé marki Jiri Stajner. En þeir Daniel van Buyten, Miroslav Klose, Hamit Altintop, Lukas Podolski og Martin Demichelis skoruðu mörk Bayern eftir það.

Andriy Voronin fór sem fyrr á kostum með Herthu Berlín í dag og skoraði öll þrjú mörk liðsins í dag.

Hann hefur nú skorað sjö mörk í síðustu fimm deildarleikjum Herthu en hann er í láni hjá félaginu frá Liverpool.

Mönchengladbach komst upp úr botnsæti deildarinnar með sigrinum á Hamburg í dag. Karlsruhe er nú á botninum með sautján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×