Viðskipti innlent

Keypti Baugssnekkju og hélt nafninu óbreyttu vegna hjátrúar

Ron Leyland er hjátrúafullur.
Ron Leyland er hjátrúafullur.
Viðskiptajöfurinn Ron Leyland sem er búsettur í Flórída, í Bandaríkjunum, keypti snekkjuna "thee Viking" af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og hélt upprunalega nafninu vegna hjátrúar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá auðjöfrinum.

Ron er á Íslandi nú um helgina 13.- 15. nóvember til að kynna fyrirtækið sitt, NexEurope sem er að baki orku- og heilsudrykknum JenFe, Full Life One sem kom til landsins fyrr á árinu í mars, fyrst Evrópulanda. NexEurope er með höfuðstöðvar í Munchen og er með starfsemi í yfir 30 löndum víðs vegar um heiminn samkvæmt tilkynningu.

Ron efnaðist upphaflega af fjarskiptageiranum og hefur nú byggt upp þrjú milljarða fyrirtæki síðasta áratuginn, en NexEurope er framsæknasta fyrirtæki hans hingað til.

Í tilkynningunni segir að Ron telji að hjátrú banni breytingu á nafni báta, því hélt hann upprunalega nafninu á þessari umdeildu snekkju.

Ron gistir á Hilton Hótel um helgina, „og lætur þar ekkert minna en forsetasvítuna duga", segir í tilkynningunni.

Þá kemur ennfremur fram að þeir sem vilja hitta Ron og taka þátt í nýjasta viðskiptatækifæri hans eru velkomnir á hátíð á Hilton Hótel í dag milli 16-18 þar sem tækifæri gefst til að kynnst manninum á bakvið Jen Fe, viðskiptatækifærinu og hvernig fólk getur skapað sitt eigið góðæri eins og það er orðað í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×