Sport

Ronaldo lýsir yfir stuðningi við Phelps

AFP
Bandaríski sundkappinn Michael Phelps hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að breska blaðið News of the World birti mynd af honum með hasspípu um síðustu helgi.

Phelps hefur nú fengið stuðningsyfirlýsingu úr ólíklegri átt, frá manni sem fyrir ári komst í fréttirnar á röngum forsendum.

Brasilíski framherjinn Ronaldo sem áður lék m.a. með Real Madrid og AC Milan segir að Phelps verði minnst fyrir afrek sín í sundlauginni en ekki mistök sín í einkalífinu.

"Það er engin ástæða til að hundelta mann sem hefur afrekað jafn mikið og hann, en viðurkennir mistök sín," sagði Ronaldo í samtali við Daily Telegraph.

Hann lenti í skandal í fyrra þegar hann var nappaður í vafasömum félagsskap þriggja klæðskiptinga .

"Íþróttamenn eiga auðvitað að reyna að vera ungu fólki góðar fyrirmyndir, en ég hugsa að Phelps verði frekar minnst fyrir öll Ólympíugullin en þetta," sagði Ronaldo, sem er tvöfaldur heimsmeistari með Brasilíu og þrefaldur knattspyrnumaður ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×