Enski boltinn

Torres skrifar meiðslin á aukið álag

AFP

Fernando Torres segir að aukið leikjaálag á síðasta keppnistímabili sé helsta ástæða þess að hann hafi verið í vandræðum með meiðsli í vetur.

Torres átti frábæra leiktíð bæði með Liverpool og spænska landsliðinu, en hefur aldrei komist almennilega í gang á þessari leiktíð vegna þrálátra meiðsla.

"Ég hafði aldrei spilað svona tímabil eins og í fyrra og aldrei svona marga leiki. Það er kannski ástæða meiðslanna núna. Þegar ég var að spila með Atletico, spilaði ég bara í deild og bikar og spilaði þá kannski 20 færri leiki en ég spilaði hérna," sagði Torres í samtali við Setanta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×