Magnús Ármann stendur í ströngu Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 25. ágúst 2009 18:59 Í nægu er að snúast hjá Magnúsi Ármann þessa daganna. Kaupþing hefur stefnt honum, sérstakur sakskóknari rannsakar meinta markaðsmisnotkun í viðskiptum sem félag í hans eigu átti auk þess sem ríkisskattstjóri rannsakar greiðslukortanotkun hans. Magnús Ármann hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár. Hann átti um tíma stóran hlut í bresku tískuvörukeðjunni Karen Millen ásamt Sigurði Bollasyni. Hlutinn seldu þeir síðar til Baugs. Þá átti hann einnig hlut í TM í gegnum félag sitt Imon sem átti einnig um 7,5 prósent hlut í sparisjóðnum Byr. Hann var einnig hluthafi í FL group í gegnum félagið Materia Invest en aðrir eigendur þess félags eru Þorsteinn Jónsson, kenndur við Kók, og breski kaupsýslumaðurinn Kevin Stanford. Magnús sat í stjórn 365 og kom inn í stjórn FL Group árið 2007 þegar stór hluti stjórnarinnar gekk út. Það er því ljóst að Magnús hafði í nægu að snúast í góðærinu. Líklega verður svo áfram en verkefnin þó af öðrum toga. Sérstakur saksóknari hefur haft meinta markaðsmisnotkun í viðskiptum Imons og Landsbankans við kaup á 4% hlut í bankanum rétt fyrir hrun til rannsóknar. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi svo frá því í gær að Ríkisskattstjóri rannsaki nú notkun Magnúsar á erlendum greiðslukortum hér á landi. Kort Magnúsar voru notuð fyrir allt að 40 milljónir króna á einu ári. Enginn af þeim sem er til rannsóknar mun hafa notað kort sín í jafn miklum mæli. Þá hefur nýi Kaupþing stefnt Magnúsi vegna 730 milljóna króna láns sem bankinn veitt félaginu Materia Invest. Fari svo að ábyrgðin falli á Magnús mun hann þurfa að greiða 240 milljónir króna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Í nægu er að snúast hjá Magnúsi Ármann þessa daganna. Kaupþing hefur stefnt honum, sérstakur sakskóknari rannsakar meinta markaðsmisnotkun í viðskiptum sem félag í hans eigu átti auk þess sem ríkisskattstjóri rannsakar greiðslukortanotkun hans. Magnús Ármann hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár. Hann átti um tíma stóran hlut í bresku tískuvörukeðjunni Karen Millen ásamt Sigurði Bollasyni. Hlutinn seldu þeir síðar til Baugs. Þá átti hann einnig hlut í TM í gegnum félag sitt Imon sem átti einnig um 7,5 prósent hlut í sparisjóðnum Byr. Hann var einnig hluthafi í FL group í gegnum félagið Materia Invest en aðrir eigendur þess félags eru Þorsteinn Jónsson, kenndur við Kók, og breski kaupsýslumaðurinn Kevin Stanford. Magnús sat í stjórn 365 og kom inn í stjórn FL Group árið 2007 þegar stór hluti stjórnarinnar gekk út. Það er því ljóst að Magnús hafði í nægu að snúast í góðærinu. Líklega verður svo áfram en verkefnin þó af öðrum toga. Sérstakur saksóknari hefur haft meinta markaðsmisnotkun í viðskiptum Imons og Landsbankans við kaup á 4% hlut í bankanum rétt fyrir hrun til rannsóknar. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi svo frá því í gær að Ríkisskattstjóri rannsaki nú notkun Magnúsar á erlendum greiðslukortum hér á landi. Kort Magnúsar voru notuð fyrir allt að 40 milljónir króna á einu ári. Enginn af þeim sem er til rannsóknar mun hafa notað kort sín í jafn miklum mæli. Þá hefur nýi Kaupþing stefnt Magnúsi vegna 730 milljóna króna láns sem bankinn veitt félaginu Materia Invest. Fari svo að ábyrgðin falli á Magnús mun hann þurfa að greiða 240 milljónir króna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku.
Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira