Skútunnar enn leitað - tugir kílóa haldlögð 19. apríl 2009 17:44 Lögreglan leitar enn að skútunni sem grunur leikur á að hafa verið notuð til þess að smygla fíkniefnum til landinns samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins á Austurlandi. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein. Ekki er búið að vigta efnin og því er ekki nákvæm tala gefin upp. Þess má geta að í Pólstjörnumálinu lagði lögreglan hald á rúmlega tuttugu kíló af amfetamíni. Tilkynningu lögreglunnar má lesa í heild hér: Í sameiginlegum aðgerðum lögreglunnar á Eskifirði og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru þrír menn handteknir í nótt grunaðir um stófelld fíkniefnabrot. Tveir voru handteknir við Djúpavog og einn í grennd við Höfn. Í bifreið eins þeirra fannst umtalsvert magn af fíkniefnum sem grunur leikur á um að hafi verið flutt til landsins sjóleiðina. Við handtökurnar naut lögreglan liðsinnis sérsveitar embættis ríkislögreglustjóra. Ekki er unnt að svo stöddu að greina frá því um hve mikið magn fíkniefna er að ræða eða tegund þar sem hvorki vigtun né nákvæm greining hefur farið fram. Ljóst er þó að um tugi kílóa af fíkniefnum er um að ræða og af fleiri en einni tegund. Skútu, sem talin er að hafa verið notuð til að flytja efnin til landsins, er nú leitað. Landhelgisgæslan stendur nú fyrir umfangsmiklum aðgerðum við leitina þar sem notaðar eru þyrlur, flugvél og varðskip. Um borð í varðskipinu eru sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra. Mennirnir, sem handteknir voru, eru allir um þrítugt. Allir þeirra hafa komið við sögu lögreglu áður og þar af tveir þeirra í tengslum við fíkniefnamisferli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið við rannsókn málsins. Yfirheyrslur yfir hinum handteknu hafa staðið yfir og krafa um gæsluvarðhald verður lögð fram í kvöld. Við rannsókn málsins hefur lögreglan framkvæmt húsleitir á tveimur stöðum og lagt m.a. hald á lítilsháttar af fíkniefnum. Ekki er hægt að greina frekar frá atvikum að svo stöddu en það verður gert eftir því sem rannsókn málsins vindur fram og efni eru til. Papeyjarmálið Tengdar fréttir Smyglskúta á flótta Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði. 19. apríl 2009 16:20 Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19. apríl 2009 16:44 Gríðarlegur viðbúnaður á Höfn í Hornafirði Gríðarlega mikill viðbúnað lögreglu og Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði, og á svæðinu í kring. Þar mátti sjá þyrlur gæslunnar sveima um auk lögreglumanna. 19. apríl 2009 16:02 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Lögreglan leitar enn að skútunni sem grunur leikur á að hafa verið notuð til þess að smygla fíkniefnum til landinns samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins á Austurlandi. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein. Ekki er búið að vigta efnin og því er ekki nákvæm tala gefin upp. Þess má geta að í Pólstjörnumálinu lagði lögreglan hald á rúmlega tuttugu kíló af amfetamíni. Tilkynningu lögreglunnar má lesa í heild hér: Í sameiginlegum aðgerðum lögreglunnar á Eskifirði og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru þrír menn handteknir í nótt grunaðir um stófelld fíkniefnabrot. Tveir voru handteknir við Djúpavog og einn í grennd við Höfn. Í bifreið eins þeirra fannst umtalsvert magn af fíkniefnum sem grunur leikur á um að hafi verið flutt til landsins sjóleiðina. Við handtökurnar naut lögreglan liðsinnis sérsveitar embættis ríkislögreglustjóra. Ekki er unnt að svo stöddu að greina frá því um hve mikið magn fíkniefna er að ræða eða tegund þar sem hvorki vigtun né nákvæm greining hefur farið fram. Ljóst er þó að um tugi kílóa af fíkniefnum er um að ræða og af fleiri en einni tegund. Skútu, sem talin er að hafa verið notuð til að flytja efnin til landsins, er nú leitað. Landhelgisgæslan stendur nú fyrir umfangsmiklum aðgerðum við leitina þar sem notaðar eru þyrlur, flugvél og varðskip. Um borð í varðskipinu eru sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra. Mennirnir, sem handteknir voru, eru allir um þrítugt. Allir þeirra hafa komið við sögu lögreglu áður og þar af tveir þeirra í tengslum við fíkniefnamisferli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið við rannsókn málsins. Yfirheyrslur yfir hinum handteknu hafa staðið yfir og krafa um gæsluvarðhald verður lögð fram í kvöld. Við rannsókn málsins hefur lögreglan framkvæmt húsleitir á tveimur stöðum og lagt m.a. hald á lítilsháttar af fíkniefnum. Ekki er hægt að greina frekar frá atvikum að svo stöddu en það verður gert eftir því sem rannsókn málsins vindur fram og efni eru til.
Papeyjarmálið Tengdar fréttir Smyglskúta á flótta Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði. 19. apríl 2009 16:20 Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19. apríl 2009 16:44 Gríðarlegur viðbúnaður á Höfn í Hornafirði Gríðarlega mikill viðbúnað lögreglu og Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði, og á svæðinu í kring. Þar mátti sjá þyrlur gæslunnar sveima um auk lögreglumanna. 19. apríl 2009 16:02 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Smyglskúta á flótta Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði. 19. apríl 2009 16:20
Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19. apríl 2009 16:44
Gríðarlegur viðbúnaður á Höfn í Hornafirði Gríðarlega mikill viðbúnað lögreglu og Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði, og á svæðinu í kring. Þar mátti sjá þyrlur gæslunnar sveima um auk lögreglumanna. 19. apríl 2009 16:02