Skútunnar enn leitað - tugir kílóa haldlögð 19. apríl 2009 17:44 Lögreglan leitar enn að skútunni sem grunur leikur á að hafa verið notuð til þess að smygla fíkniefnum til landinns samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins á Austurlandi. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein. Ekki er búið að vigta efnin og því er ekki nákvæm tala gefin upp. Þess má geta að í Pólstjörnumálinu lagði lögreglan hald á rúmlega tuttugu kíló af amfetamíni. Tilkynningu lögreglunnar má lesa í heild hér: Í sameiginlegum aðgerðum lögreglunnar á Eskifirði og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru þrír menn handteknir í nótt grunaðir um stófelld fíkniefnabrot. Tveir voru handteknir við Djúpavog og einn í grennd við Höfn. Í bifreið eins þeirra fannst umtalsvert magn af fíkniefnum sem grunur leikur á um að hafi verið flutt til landsins sjóleiðina. Við handtökurnar naut lögreglan liðsinnis sérsveitar embættis ríkislögreglustjóra. Ekki er unnt að svo stöddu að greina frá því um hve mikið magn fíkniefna er að ræða eða tegund þar sem hvorki vigtun né nákvæm greining hefur farið fram. Ljóst er þó að um tugi kílóa af fíkniefnum er um að ræða og af fleiri en einni tegund. Skútu, sem talin er að hafa verið notuð til að flytja efnin til landsins, er nú leitað. Landhelgisgæslan stendur nú fyrir umfangsmiklum aðgerðum við leitina þar sem notaðar eru þyrlur, flugvél og varðskip. Um borð í varðskipinu eru sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra. Mennirnir, sem handteknir voru, eru allir um þrítugt. Allir þeirra hafa komið við sögu lögreglu áður og þar af tveir þeirra í tengslum við fíkniefnamisferli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið við rannsókn málsins. Yfirheyrslur yfir hinum handteknu hafa staðið yfir og krafa um gæsluvarðhald verður lögð fram í kvöld. Við rannsókn málsins hefur lögreglan framkvæmt húsleitir á tveimur stöðum og lagt m.a. hald á lítilsháttar af fíkniefnum. Ekki er hægt að greina frekar frá atvikum að svo stöddu en það verður gert eftir því sem rannsókn málsins vindur fram og efni eru til. Papeyjarmálið Tengdar fréttir Smyglskúta á flótta Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði. 19. apríl 2009 16:20 Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19. apríl 2009 16:44 Gríðarlegur viðbúnaður á Höfn í Hornafirði Gríðarlega mikill viðbúnað lögreglu og Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði, og á svæðinu í kring. Þar mátti sjá þyrlur gæslunnar sveima um auk lögreglumanna. 19. apríl 2009 16:02 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Lögreglan leitar enn að skútunni sem grunur leikur á að hafa verið notuð til þess að smygla fíkniefnum til landinns samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins á Austurlandi. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein. Ekki er búið að vigta efnin og því er ekki nákvæm tala gefin upp. Þess má geta að í Pólstjörnumálinu lagði lögreglan hald á rúmlega tuttugu kíló af amfetamíni. Tilkynningu lögreglunnar má lesa í heild hér: Í sameiginlegum aðgerðum lögreglunnar á Eskifirði og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru þrír menn handteknir í nótt grunaðir um stófelld fíkniefnabrot. Tveir voru handteknir við Djúpavog og einn í grennd við Höfn. Í bifreið eins þeirra fannst umtalsvert magn af fíkniefnum sem grunur leikur á um að hafi verið flutt til landsins sjóleiðina. Við handtökurnar naut lögreglan liðsinnis sérsveitar embættis ríkislögreglustjóra. Ekki er unnt að svo stöddu að greina frá því um hve mikið magn fíkniefna er að ræða eða tegund þar sem hvorki vigtun né nákvæm greining hefur farið fram. Ljóst er þó að um tugi kílóa af fíkniefnum er um að ræða og af fleiri en einni tegund. Skútu, sem talin er að hafa verið notuð til að flytja efnin til landsins, er nú leitað. Landhelgisgæslan stendur nú fyrir umfangsmiklum aðgerðum við leitina þar sem notaðar eru þyrlur, flugvél og varðskip. Um borð í varðskipinu eru sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra. Mennirnir, sem handteknir voru, eru allir um þrítugt. Allir þeirra hafa komið við sögu lögreglu áður og þar af tveir þeirra í tengslum við fíkniefnamisferli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið við rannsókn málsins. Yfirheyrslur yfir hinum handteknu hafa staðið yfir og krafa um gæsluvarðhald verður lögð fram í kvöld. Við rannsókn málsins hefur lögreglan framkvæmt húsleitir á tveimur stöðum og lagt m.a. hald á lítilsháttar af fíkniefnum. Ekki er hægt að greina frekar frá atvikum að svo stöddu en það verður gert eftir því sem rannsókn málsins vindur fram og efni eru til.
Papeyjarmálið Tengdar fréttir Smyglskúta á flótta Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði. 19. apríl 2009 16:20 Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19. apríl 2009 16:44 Gríðarlegur viðbúnaður á Höfn í Hornafirði Gríðarlega mikill viðbúnað lögreglu og Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði, og á svæðinu í kring. Þar mátti sjá þyrlur gæslunnar sveima um auk lögreglumanna. 19. apríl 2009 16:02 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Smyglskúta á flótta Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði. 19. apríl 2009 16:20
Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19. apríl 2009 16:44
Gríðarlegur viðbúnaður á Höfn í Hornafirði Gríðarlega mikill viðbúnað lögreglu og Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði, og á svæðinu í kring. Þar mátti sjá þyrlur gæslunnar sveima um auk lögreglumanna. 19. apríl 2009 16:02