Innlent

Björn Jörundur áfram dómari í Idol

Breki Logason skrifar
Björn Jörundur Friðbjörnsson
Björn Jörundur Friðbjörnsson

Ari Edwald forstjóri 365 segir að Björn Jörundur Friðbjörnsson muni halda áfram sem einn af dómurum í þáttunum Idol Stjörnuleit sem sýndir eru á Stöð 2. Hann segir Björn Jörund hafa fullvissað stjórnendur fyrirtækisins um að aðstæður sínar hafi breyst frá því fyrir tæpu ári síðan og fyrirtækið styðji hann í því að vera á réttri braut.

Líkt og Vísir hefur greint frá hleraði fíkniefnadeild lögreglunnar fjögur símtöl sem Björn Jörundur átti við dæmdan fíkniefnasala fyrir tæpu ári síðan. Hann hefur viðurkennt að samtölin hafi fjallað um fíkniefnaviðskipti en hefur sagt að líf sitt hafi nú breyst til betri vegar.

Ari segir að ekki sé von á neinni formlegri yfirlýsingu frá fyrirtækinu en segir Björn Jörund hafa fullvissað yfirmenn þess um að líf sitt sé nú komið á réttan kjöl.

„Afdráttarlausar yfirlýsingar Björns um að fíkniefni séu ekki lengur hluti af hans lífi eru að sjálfsögðu forsendan fyrir áframhaldandi samstarfi okkar. Við höfum átt mjög gott samstarf við hann í mörg ár sem hefur gengið hnökrlaust fyrir sig. Við styðjum hann því í því að vera á réttri braut í lífinu," segir Ari.






Tengdar fréttir

Björn Jörundur: „Ég er miður mín“

Björn Jörundur Friðbjörsson tónlistarmaður segist hafa gert mistök þegar hann átti viðskipti við dæmdan fíkniefnasala fyrir tæpu ári síðan. Hann segir þetta ekki eiga við í dag og vonar að fólk sjái í gegnum fingur sér því lífið sé ekki alltaf eins frá degi til dags. Fíkniefnalögreglan hleraði fjögur símtöl sem Björn átti við fíkniefnasala sem dæmdur var héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Nova styður Björn Jörund

Liv Bergþórsóttir forstjóri farsímafyrirtækisins Nova segir að fyrirtækið styðji Björn Jörund Friðbjörnsson í því að feta rétta braut í lífinu. Fyrirtækið harmar einnig að hann hafi flækst inn í mál sem þetta.

Bubbi biður Björn Jörund afsökunar

Tónlistarmaðurinn og fyrrum Idol-dómarinn Bubbi Morthens biður Björn Jörund Friðbjörnsson afsökunar á heimasíðu sinni bubbi.is, í dag. Ástæða eru ummæli sem hann lét hafa eftir sér og birtust á Vísi í gær.

Bubbi í áfalli vegna Björns

Bubbi Morthens er í áfalli eftir að hann heyrði af tengslum Björns Jörundar Friðbjörnssonar við fíkniefnasalann Þorvarð Davíð Ólafsson. Í morgun féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir Þorvarði þar sem fram kom að Björn Jörundur hafi átti í einhverskonar viðskiptum við hann.

Ari biður griða fyrir Björn Jörund

„Þetta er strákur sem á í vandræðum með vímuefni," segir Ari Matthíasson, fyrrum framkvæmdarstjóri SÁÁ, um fíkniefnahneykslið sem Björn Jörundur Friðbjörnsson lenti í þegar endurrit af samtali hans við dæmdan fíkniefnasala varð opinbert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×