Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2025 12:38 Frá björgunaraðgerðum þegar Vörður II dró Jóhönnu Gísla til hafnar á Patreksfirði. Landsbjörg Björgunarskip Landsbjargar dró skuttogara til hafnar á Patreksfirði snemma í morgun. Þá voru liðnar 32 klukkustundir frá því að skipið fékk veiðarfæri í skrúfuna norðvestur af Látrabjargi. Jóhanna Gísla, skuttogari útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík, varð óstjórnhæft eftir að það fékk pokann í skrúfuna um sjötíu sjómílur norðvestur af Látrabjargi á miðvikudag. Strax þá kvöldið 12. febrúar hófst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar handa við að skipuleggja björgun Jóhönnu og drátt á skipinu til lands. Varðskipinu Þór, sem þá var statt austan við land, var stefnt í átt að Jóhönnu, ásamt því að áhöfnum björgunarskipa Landsbjargar á Rifi og Patreksfirði var gert viðvart, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Skipstjóri Guðmundar í Nesi, sem var á veiðum ekki langt frá Jóhönnu, ákvað að draga veiðarfæri sín og halda til aðstoðar. Þetta var skömmu fyrir miðnætti, aðfararnótt 13. febrúar. Klukkan fjögur um þá nótt var áhöfn Guðmundar í Nesi búin að koma taug á milli skipanna og skipin komin á hæga siglingu í litlum sjó en strekkings vindi, áleiðis til lands. Hraði skipanna í þessum drætti var frekar lítill eða um tvær og hálf til þrjár og hálf sjómíla á klukkustund. Það var svo rúmlega eitt í nótt, aðfaranótt 14. febrúar, sem áhöfn björgunarskipsins Varðar II var ræst út og haldið til móts við skipin, sem þá voru að nálgast mynni Patreksfjarðar. Vörður II tók við drætti Jóhönnu rétt upp úr tvö í nótt og hélt þá Guðmundur í Nesi aftur til veiða. Vörður kom með Jóhönnu til hafnar á Patreksfirði snemma í morgun, rétt um einum og hálfum sólarhring síðar. Björgunarsveitir Vesturbyggð Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Jóhanna Gísla, skuttogari útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík, varð óstjórnhæft eftir að það fékk pokann í skrúfuna um sjötíu sjómílur norðvestur af Látrabjargi á miðvikudag. Strax þá kvöldið 12. febrúar hófst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar handa við að skipuleggja björgun Jóhönnu og drátt á skipinu til lands. Varðskipinu Þór, sem þá var statt austan við land, var stefnt í átt að Jóhönnu, ásamt því að áhöfnum björgunarskipa Landsbjargar á Rifi og Patreksfirði var gert viðvart, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Skipstjóri Guðmundar í Nesi, sem var á veiðum ekki langt frá Jóhönnu, ákvað að draga veiðarfæri sín og halda til aðstoðar. Þetta var skömmu fyrir miðnætti, aðfararnótt 13. febrúar. Klukkan fjögur um þá nótt var áhöfn Guðmundar í Nesi búin að koma taug á milli skipanna og skipin komin á hæga siglingu í litlum sjó en strekkings vindi, áleiðis til lands. Hraði skipanna í þessum drætti var frekar lítill eða um tvær og hálf til þrjár og hálf sjómíla á klukkustund. Það var svo rúmlega eitt í nótt, aðfaranótt 14. febrúar, sem áhöfn björgunarskipsins Varðar II var ræst út og haldið til móts við skipin, sem þá voru að nálgast mynni Patreksfjarðar. Vörður II tók við drætti Jóhönnu rétt upp úr tvö í nótt og hélt þá Guðmundur í Nesi aftur til veiða. Vörður kom með Jóhönnu til hafnar á Patreksfirði snemma í morgun, rétt um einum og hálfum sólarhring síðar.
Björgunarsveitir Vesturbyggð Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira