Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2025 07:00 Jóhann Páll Jóhannsson, loftslagsráðherra, segir að eitt sitt fyrsta verk hafi verið að fara ofan í saumana á aðgerðaáætlun fyrir ríkisstjórnar sem var gagnrýnd fyrir að vera of loðin. Vísir/Vilhelm Ný ríkisstjórn ætlar að leggja áherslu á færri en markvissari aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar stefnir í að Ísland standist ekki alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Loftslagsráðherra segir sláandi hversu lítið hafi verið gert til að endurheimta votlendi á ríkisjörðum í tíð fyrri ríkisstjórnar. Ísland nær ekki að standa við skulbindingar sínar um samdrátt í losun gagnvart Parísarsamkomulaginu fyrir lok þessa áratugs samkvæmt mati stýrihóps umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sjálfs. Matið byggist á spá um þróun losunar sem var gerð í kringum uppfærslu á aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum í fyrra og gerir ráð fyrir að stjórnvöld nýti sér allan þann sveigjanleika sem er í boði í losunarbókhaldinu. Stýrihópurinn taldi að spáin um þróun losunar væri bjartsýn vegna þess að margar aðgerðir í áætluninni væru ófjármagnaðar og enn á hugmyndastigi. Í viðtali við Vísi segir Jóhann Páll Jóhannson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, þetta áhyggjuefni og að það geti valdið Íslandi álitshnekk ef það stendur hvorki við skuldbindingar sínar í losunarmálum. „Ef við hérna ein ríkasta þjóð í heimi getum ekki staðið við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum af hverju ættu þá fátækari þjóðir að gera það?“ spyr ráðherrann. Aðgerðaáætlun sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Jóhann Páll segir stöðuna kalla á að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum verði uppfærð. „Miðað við þetta mat sem liggur fyrir á væntum árangri aðgerða er alveg ljóst að við þurfum að spýta í lófana og stíga fastar til jarðar í mörgum þeim aðgerðum sem boðaðar hafa verið.“ Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var síðast uppfærð í fyrra en hún hefur sætt gagnrýni frá því að hún var fyrst sett fram árið 2018. Ávinningurinn sem aðgerðirnar ættu að skila væri ekki metinn og ekki kostnaður við þær heldur. Hvorki uppfærslan í fyrra né árið 2020 kváðu niður þær gagnrýnisraddir. Loftslagsráð, sem á að veita stjórnvöldum ráðgjöf í loftslagsmálum, lýsti nýjustu uppfærslunni sem ómarkvissri í haust. Margar þeirra hundrað og fimmtíu aðgerða sem voru nefndar væru ófjármagnaðar og ávinningur þeirra hefði ekki verið metinn. Því væri árangursmat áætlunarinnar of bjartsýnt og veikleikarnir ættu eftir að tefja framkvæmd, forgangsröðun og ráðstöfun fjármuna. Skerpa á aðgerðum sem skipta mestu máli Eitt af fyrstu verkum Jóhanns Páls í ráðuneytinu segir hann hafa verið að fara rækilega í saumana á aðgerðaáætluninni og skerpa á þeim aðgerðum sem hafi mestan loftslagsávinning með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga. Í staðinn fyrir marga tugi óljósra aðgerða sé ætlunin að setja áherslu á færri aðgerðir sem verði betur útfærðar. „Stóra verkefnið er að við þurfum að uppfæra þessa aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Markmiðin þurfa að vera skýrari og útfærslan þarf að liggja skýrar fyrir, að skerpa á því hvaða aðgerðir skipta mestu máli,“ segir ráðherrann sem ætlar þó ekki að hætta við aðrar aðgerðir sem koma fram í áætluninni. Stefnt er að því að aðgerðaáætlunin verði tímasett og fjármögnuð auk þess sem mat liggi fyrir á væntum árangri hverrar aðgerðar fyrir sig, að sögn Jóhanns Páls. Hann segir þó auðvelt fyrir stjórnvöld að leggja fram fjölda skýrslna með mati á hinu og þessu en það megi ekki verða til þess að ákvörðunum sé slegið á frest. „Jú, það verður að fara fram fyllra mat á áhrifum og ávinningi einstakra aðgerða, en mestu skiptir að verkin séu látin tala og að ráðherra og stjórnkerfið allt standi raunverulega með þeim aðgerðum sem boðaðar eru. Loftslagspólitíkin má ekki fara að snúast umfram allt um að vinna enn eina skýrsluna og enn eitt kostnaðar- og ábatamatið,“ segir ráðherrann. Ný heildarlög um loftslagsmál eru í smíðum og segir Jóhann Páll að þau verð lögð fram á haustþingi. Þau eigi að vera umgjörð loftslagsaðgerða og með þeim verði stjórnsýslu í kringum þær komið í fastari skorður en áður. „Við munum uppfæra aðgerðaáætlun í loftslagsmálum með það að leiðarljósi að sú áætlun feli í sér mælanlegar vörður í átt að metnaðarfullum markmiðum hverju sinni. Þá þarf að tryggja að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar og að slík framlög skili raunverulegum árangri, að hver króna skili eins miklum loftslagsávinningi og unnt er,“ segir hann. Sláandi lítið gert á ríkisjörðum Endurheimt votlendis er á meðal þeirra aðgerða sem Jóhann Páll segir að skili mestu. Áætlað er að hátt í tveir þriðju hluti losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi sé vegna landnotkunar, fyrst og fremst vegna votlendis sem var ræst fram á 20. öld. „Endurheimt votlendis er hagkvæmasta loftslagsaðgerð sem unnt er að framkvæma á Íslandi ef við horfum á samdrátt í losun sem fæst fyrir hverja krónu,“ segir ráðherrann. Alltof hægt hafi hins vegar gengið að endurheimta votlendi. Fyrri ríkisstjórn hafi árið 2022 sett markmið um að endurheimta 52 ferkílómetra af röskuðu votlendi fyrir árið 2026 en til þessa hafi aðeins átta ferkílómetrar verið endurheimtir. Formaður stjórnar Votlendissjóðs sagði Vísi í síðasta mánuði að erfiðlega hefði gengið að fá ónotað land til þess að endurheimta sem votlendi og að þá hefði gengið hægt að fá vottun kolefniseininga sem átti að vera hvati fyrir landeigendur til þess að heimila framkvæmdir á jörðum sínum. Dregið var úr starfsemi sjóðsins árið 2023 vegna þessa. Sérstaklega segir Jóhann Páll sláandi að votlendi hafi aðeins verið enduheimt á 0,8 ferkílómetrum af jörðum í eigu ríkisins sjálfs þrátt fyrir að ríkið eigi um 180 ferkílómetra framræsts lands samkvæmt mati sem var unnið í ráðuneytinu fyrir nokkrum árum. Af því hafi meira en 127 ferkílómetrar ekki verið skilgreindir í notkun. Á þeim væri hægt að stöðva losun sem jafnast á við meira en helming losunar fiskiskipaflotans. Athafnaleysið skrifar ráðherrann á samskiptaleysi á milli stofnana. Hann ætlar að ráða bót á því með því að stofna sérstakan samráðsvettvang með fjármálaráðuneytinu og framkvæmdasýslunni. Þá standi til að færa þjóðlendumál úr forsætisráðuneytinu til ráðuneytis hans til þess að nálgast þau út frá náttúruverndar- og landnotkunarsjónarmiðum. Mikilvægt að rafvæða bílaleigubílaflotann Vegasamgöngur eru stærsti einstaki þátturinn í svonefndri samfélagslosun sem íslensk stjórnvöld bara ábyrgð á að draga úr. Jóhann Páll segir áhrifamestu aðgerðirnar lúta að bílaleiguflotanum þar sem hann ákvarði að miklu leyti hvernig bílafloti landsmanna verður samsettur næstu tíu til tuttugu árin. Bílaleigurnar hafa hins vegar verið tregar til að fjárfesta í rafbílum. Ráðherrann segir að hleðsluinnviðir fyrir rafbíla hafi breyst hratt á undanförnum árum. Þora verði að taka stór skref í rafbílavæðingunni. „Ef við horfum á heildartölurnar um rafbílavæðingu á Íslandi þá hefur hún gengið tiltölulega hratt fyrir sig hjá almenningi en alltof hægt hjá bílaleigunum,“ segir hann. Ráðuneyti Jóhanns Páls skoðar nú að tengja styrki til rafbílakaupa við tekjur fólks til að koma í veg fyrir að rafbílavæðingin verði fyrst og fremst á forsendum tekjuhærri hópa. Hann hefur áður sagt að skýrsla um það verði kynnt á næstunni og eigi að verða grundvöllur fyrir umræður um breytingar á stuðningskerfi stjórnvalda við orkuskipti í samgöngum. Ábyrg ríkisfjármálastefna að nýta sveigjanleika Að ráðleggingum stýrihópsins ákvað Jóhann Páll að halda áfram að nýta sveigjanleikaákvæði í evrópskri reglugerð til þess að færa losunarheimildir úr svonefndu ETS-viðskiptakerfi fyrir stóriðjuna og fluggeirann til þess að hjálpa stjórnvöldum að ná eigin skuldbindingum um að draga úr samfélagslosun. Ríkið gæti þegar uppi er staðið þá hafa afsalað sér tekjum upp á meira en þrettán milljarða króna sem það hefði annars haft af því að selja ETS-losunarheimildir. Fari Íslands hins vegar umfram losunarheimildir sínar á Parísartímabilinu þurfa stjórnvöld aftur að kaupa heimildir annarra eins og gert var til að gera upp Kýótóbókunina, forvera Parísarsamkomulagsins. Ríkið greiddi um 350 milljónir króna fyrir losunarheimildir Slóvakíu en mikil óvissa er sögð uppi um hvernig verð á þessum heimildum þróast næsta áratuginn. Jóhann Páll að í ljósi þessa mats stýrihópsins hafi hann talið einboðið að halda áfram að nýta sveigjanleikann til þess að lágmarka fjárhagsáhættu ríkisins. „Það er fyrst og fremst ábyrg ríkisfjármálastefna sem liggur þeirri ákvörðun til grundvallar. Ég nálgast það sem bókhaldsmál frekar en raunverulegt loftslagsmál. Ríkisstjórnin er staðráðin í að ná árangri í loftslagsmálum: að losa minna og binda meira,“ segir ráðherrann. Vilja skapa eins breiða sátt og hægt sé um aðgerðirnar Aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eru ólíklegar til þess að afla stjórnmálamönnum vinsælda enda geta þær í sumum tilfellum falið í sér neikvæða hvata eins og skatta og gjöld á eldsneyti og bíla almennings. Mótmæli sem voru kennd við gul vesti í Frakklandi árið 2018 hófust þannig vegna áforma stjórnvalda um kolefnisgjald. Fallið var frá áformunum þá vegna mótmælanna. Hér á Íslandi stóð til að leggja nýtt kílómetragjald á bensín- og dísilbíla í ár en Alþingi hætti við að afgreiða það á síðasta þingi. Jóhann Páll segir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur staðráðna í að skapa eins breiða sátt og hægt sé um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsvandanum. Þess vegna komi ekki til greina að haga aðgerðum þannig að þær bitni á tekjulægri hópum eða íbúum í dreifbýli umfram aðra. Aðgerðir hennar í umhverfis- og loftslagsmálum eigi að styrðja byggðaþróun og atvinnuuppbyggingu. „Ég er þokkalega bjartsýnn á að við getum náð talsverðum árangri í orkuskiptunum og loftslagsmálunum án þess að valda úlfúð eða kljúfa þjóðina með einhverjum hætti,“ segir ráðherrann. Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bílar Vistvænir bílar Umhverfismál Tengdar fréttir Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist sjá tækifæri til þessa að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju einasta þingi á kjörtímabilinu. Hann segir að sér hafi brugðið þegar hann sá hversu lítið síðasta ríkisstjórn gerði til þess að einfalda þunglamalegt leyfisveitingaferli fyrir orkuöflun. 13. janúar 2025 10:25 Mest lesið „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Erlent „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Innlent Sér samninginn endurtekið í hyllingum Innlent Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Innlent Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Innlent Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Innlent Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu „Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“ Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Skoða hvort megi taka betur á móti tilkynningum MAST tjáir sig um dýraníð og Heimdellingar smala á fund Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Sjá meira
Ísland nær ekki að standa við skulbindingar sínar um samdrátt í losun gagnvart Parísarsamkomulaginu fyrir lok þessa áratugs samkvæmt mati stýrihóps umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sjálfs. Matið byggist á spá um þróun losunar sem var gerð í kringum uppfærslu á aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum í fyrra og gerir ráð fyrir að stjórnvöld nýti sér allan þann sveigjanleika sem er í boði í losunarbókhaldinu. Stýrihópurinn taldi að spáin um þróun losunar væri bjartsýn vegna þess að margar aðgerðir í áætluninni væru ófjármagnaðar og enn á hugmyndastigi. Í viðtali við Vísi segir Jóhann Páll Jóhannson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, þetta áhyggjuefni og að það geti valdið Íslandi álitshnekk ef það stendur hvorki við skuldbindingar sínar í losunarmálum. „Ef við hérna ein ríkasta þjóð í heimi getum ekki staðið við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum af hverju ættu þá fátækari þjóðir að gera það?“ spyr ráðherrann. Aðgerðaáætlun sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Jóhann Páll segir stöðuna kalla á að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum verði uppfærð. „Miðað við þetta mat sem liggur fyrir á væntum árangri aðgerða er alveg ljóst að við þurfum að spýta í lófana og stíga fastar til jarðar í mörgum þeim aðgerðum sem boðaðar hafa verið.“ Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var síðast uppfærð í fyrra en hún hefur sætt gagnrýni frá því að hún var fyrst sett fram árið 2018. Ávinningurinn sem aðgerðirnar ættu að skila væri ekki metinn og ekki kostnaður við þær heldur. Hvorki uppfærslan í fyrra né árið 2020 kváðu niður þær gagnrýnisraddir. Loftslagsráð, sem á að veita stjórnvöldum ráðgjöf í loftslagsmálum, lýsti nýjustu uppfærslunni sem ómarkvissri í haust. Margar þeirra hundrað og fimmtíu aðgerða sem voru nefndar væru ófjármagnaðar og ávinningur þeirra hefði ekki verið metinn. Því væri árangursmat áætlunarinnar of bjartsýnt og veikleikarnir ættu eftir að tefja framkvæmd, forgangsröðun og ráðstöfun fjármuna. Skerpa á aðgerðum sem skipta mestu máli Eitt af fyrstu verkum Jóhanns Páls í ráðuneytinu segir hann hafa verið að fara rækilega í saumana á aðgerðaáætluninni og skerpa á þeim aðgerðum sem hafi mestan loftslagsávinning með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga. Í staðinn fyrir marga tugi óljósra aðgerða sé ætlunin að setja áherslu á færri aðgerðir sem verði betur útfærðar. „Stóra verkefnið er að við þurfum að uppfæra þessa aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Markmiðin þurfa að vera skýrari og útfærslan þarf að liggja skýrar fyrir, að skerpa á því hvaða aðgerðir skipta mestu máli,“ segir ráðherrann sem ætlar þó ekki að hætta við aðrar aðgerðir sem koma fram í áætluninni. Stefnt er að því að aðgerðaáætlunin verði tímasett og fjármögnuð auk þess sem mat liggi fyrir á væntum árangri hverrar aðgerðar fyrir sig, að sögn Jóhanns Páls. Hann segir þó auðvelt fyrir stjórnvöld að leggja fram fjölda skýrslna með mati á hinu og þessu en það megi ekki verða til þess að ákvörðunum sé slegið á frest. „Jú, það verður að fara fram fyllra mat á áhrifum og ávinningi einstakra aðgerða, en mestu skiptir að verkin séu látin tala og að ráðherra og stjórnkerfið allt standi raunverulega með þeim aðgerðum sem boðaðar eru. Loftslagspólitíkin má ekki fara að snúast umfram allt um að vinna enn eina skýrsluna og enn eitt kostnaðar- og ábatamatið,“ segir ráðherrann. Ný heildarlög um loftslagsmál eru í smíðum og segir Jóhann Páll að þau verð lögð fram á haustþingi. Þau eigi að vera umgjörð loftslagsaðgerða og með þeim verði stjórnsýslu í kringum þær komið í fastari skorður en áður. „Við munum uppfæra aðgerðaáætlun í loftslagsmálum með það að leiðarljósi að sú áætlun feli í sér mælanlegar vörður í átt að metnaðarfullum markmiðum hverju sinni. Þá þarf að tryggja að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar og að slík framlög skili raunverulegum árangri, að hver króna skili eins miklum loftslagsávinningi og unnt er,“ segir hann. Sláandi lítið gert á ríkisjörðum Endurheimt votlendis er á meðal þeirra aðgerða sem Jóhann Páll segir að skili mestu. Áætlað er að hátt í tveir þriðju hluti losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi sé vegna landnotkunar, fyrst og fremst vegna votlendis sem var ræst fram á 20. öld. „Endurheimt votlendis er hagkvæmasta loftslagsaðgerð sem unnt er að framkvæma á Íslandi ef við horfum á samdrátt í losun sem fæst fyrir hverja krónu,“ segir ráðherrann. Alltof hægt hafi hins vegar gengið að endurheimta votlendi. Fyrri ríkisstjórn hafi árið 2022 sett markmið um að endurheimta 52 ferkílómetra af röskuðu votlendi fyrir árið 2026 en til þessa hafi aðeins átta ferkílómetrar verið endurheimtir. Formaður stjórnar Votlendissjóðs sagði Vísi í síðasta mánuði að erfiðlega hefði gengið að fá ónotað land til þess að endurheimta sem votlendi og að þá hefði gengið hægt að fá vottun kolefniseininga sem átti að vera hvati fyrir landeigendur til þess að heimila framkvæmdir á jörðum sínum. Dregið var úr starfsemi sjóðsins árið 2023 vegna þessa. Sérstaklega segir Jóhann Páll sláandi að votlendi hafi aðeins verið enduheimt á 0,8 ferkílómetrum af jörðum í eigu ríkisins sjálfs þrátt fyrir að ríkið eigi um 180 ferkílómetra framræsts lands samkvæmt mati sem var unnið í ráðuneytinu fyrir nokkrum árum. Af því hafi meira en 127 ferkílómetrar ekki verið skilgreindir í notkun. Á þeim væri hægt að stöðva losun sem jafnast á við meira en helming losunar fiskiskipaflotans. Athafnaleysið skrifar ráðherrann á samskiptaleysi á milli stofnana. Hann ætlar að ráða bót á því með því að stofna sérstakan samráðsvettvang með fjármálaráðuneytinu og framkvæmdasýslunni. Þá standi til að færa þjóðlendumál úr forsætisráðuneytinu til ráðuneytis hans til þess að nálgast þau út frá náttúruverndar- og landnotkunarsjónarmiðum. Mikilvægt að rafvæða bílaleigubílaflotann Vegasamgöngur eru stærsti einstaki þátturinn í svonefndri samfélagslosun sem íslensk stjórnvöld bara ábyrgð á að draga úr. Jóhann Páll segir áhrifamestu aðgerðirnar lúta að bílaleiguflotanum þar sem hann ákvarði að miklu leyti hvernig bílafloti landsmanna verður samsettur næstu tíu til tuttugu árin. Bílaleigurnar hafa hins vegar verið tregar til að fjárfesta í rafbílum. Ráðherrann segir að hleðsluinnviðir fyrir rafbíla hafi breyst hratt á undanförnum árum. Þora verði að taka stór skref í rafbílavæðingunni. „Ef við horfum á heildartölurnar um rafbílavæðingu á Íslandi þá hefur hún gengið tiltölulega hratt fyrir sig hjá almenningi en alltof hægt hjá bílaleigunum,“ segir hann. Ráðuneyti Jóhanns Páls skoðar nú að tengja styrki til rafbílakaupa við tekjur fólks til að koma í veg fyrir að rafbílavæðingin verði fyrst og fremst á forsendum tekjuhærri hópa. Hann hefur áður sagt að skýrsla um það verði kynnt á næstunni og eigi að verða grundvöllur fyrir umræður um breytingar á stuðningskerfi stjórnvalda við orkuskipti í samgöngum. Ábyrg ríkisfjármálastefna að nýta sveigjanleika Að ráðleggingum stýrihópsins ákvað Jóhann Páll að halda áfram að nýta sveigjanleikaákvæði í evrópskri reglugerð til þess að færa losunarheimildir úr svonefndu ETS-viðskiptakerfi fyrir stóriðjuna og fluggeirann til þess að hjálpa stjórnvöldum að ná eigin skuldbindingum um að draga úr samfélagslosun. Ríkið gæti þegar uppi er staðið þá hafa afsalað sér tekjum upp á meira en þrettán milljarða króna sem það hefði annars haft af því að selja ETS-losunarheimildir. Fari Íslands hins vegar umfram losunarheimildir sínar á Parísartímabilinu þurfa stjórnvöld aftur að kaupa heimildir annarra eins og gert var til að gera upp Kýótóbókunina, forvera Parísarsamkomulagsins. Ríkið greiddi um 350 milljónir króna fyrir losunarheimildir Slóvakíu en mikil óvissa er sögð uppi um hvernig verð á þessum heimildum þróast næsta áratuginn. Jóhann Páll að í ljósi þessa mats stýrihópsins hafi hann talið einboðið að halda áfram að nýta sveigjanleikann til þess að lágmarka fjárhagsáhættu ríkisins. „Það er fyrst og fremst ábyrg ríkisfjármálastefna sem liggur þeirri ákvörðun til grundvallar. Ég nálgast það sem bókhaldsmál frekar en raunverulegt loftslagsmál. Ríkisstjórnin er staðráðin í að ná árangri í loftslagsmálum: að losa minna og binda meira,“ segir ráðherrann. Vilja skapa eins breiða sátt og hægt sé um aðgerðirnar Aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eru ólíklegar til þess að afla stjórnmálamönnum vinsælda enda geta þær í sumum tilfellum falið í sér neikvæða hvata eins og skatta og gjöld á eldsneyti og bíla almennings. Mótmæli sem voru kennd við gul vesti í Frakklandi árið 2018 hófust þannig vegna áforma stjórnvalda um kolefnisgjald. Fallið var frá áformunum þá vegna mótmælanna. Hér á Íslandi stóð til að leggja nýtt kílómetragjald á bensín- og dísilbíla í ár en Alþingi hætti við að afgreiða það á síðasta þingi. Jóhann Páll segir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur staðráðna í að skapa eins breiða sátt og hægt sé um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsvandanum. Þess vegna komi ekki til greina að haga aðgerðum þannig að þær bitni á tekjulægri hópum eða íbúum í dreifbýli umfram aðra. Aðgerðir hennar í umhverfis- og loftslagsmálum eigi að styrðja byggðaþróun og atvinnuuppbyggingu. „Ég er þokkalega bjartsýnn á að við getum náð talsverðum árangri í orkuskiptunum og loftslagsmálunum án þess að valda úlfúð eða kljúfa þjóðina með einhverjum hætti,“ segir ráðherrann.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bílar Vistvænir bílar Umhverfismál Tengdar fréttir Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist sjá tækifæri til þessa að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju einasta þingi á kjörtímabilinu. Hann segir að sér hafi brugðið þegar hann sá hversu lítið síðasta ríkisstjórn gerði til þess að einfalda þunglamalegt leyfisveitingaferli fyrir orkuöflun. 13. janúar 2025 10:25 Mest lesið „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Erlent „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Innlent Sér samninginn endurtekið í hyllingum Innlent Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Innlent Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Innlent Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Innlent Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu „Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“ Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Skoða hvort megi taka betur á móti tilkynningum MAST tjáir sig um dýraníð og Heimdellingar smala á fund Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Sjá meira
Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist sjá tækifæri til þessa að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju einasta þingi á kjörtímabilinu. Hann segir að sér hafi brugðið þegar hann sá hversu lítið síðasta ríkisstjórn gerði til þess að einfalda þunglamalegt leyfisveitingaferli fyrir orkuöflun. 13. janúar 2025 10:25