Kampavínsmálið: Mál eins manns breytir engu um styrki til KSÍ 10. nóvember 2009 12:05 Geir Þorsteinsson er formaður KSÍ. Forsvarsmaður eins stærsta styrktaraðila KSÍ segir að mál eins manns breyti ekki afstöðu fyrirtækisins til sambandsins. Styrktarsamningurinn sé fyrir íslensk knattspyrnu, íslensk ungmenni og íslensku landsliðin. Menntamálaráðherra telur þetta mál ekki vera íþróttahreyfingunni til framdráttar. Mál Pálma Jónssonar, fjármálastjóra KSÍ, hefur verið tilefni gagnrýni á Knattspyrnusambandið, en mörgum finnst óeðlilegt að fjármálastjórinn hafi yfirleitt komið sér í þær aðstæður að kort í eigu sambandsins var misnotað af nektarbúllu. Sem kunnugt er voru 67 þúsund svissneskir frankar teknir út af kreditkorti í eigu KSÍ á næturklúbbu í Zurich sem téður Pálmi hafði heimsótt árið 2005. Nú hefur Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, óskað formlega eftir skýringum knattspyrnusambandsins á málinu og var skriflegt erindi þess efnis sent í gær. Stærstu styrktaraðilar KSÍ eru Vífilfell, Icelandair, Íslensk getspá, Landsbankinn, Vodafone, VÍS og Mastercard. Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu að mál Pálma kæmi ekki til með að hafa áhrif á afstöðu Icelandair til KSÍ. Fyrirtækið liti svo á að styrktarsamningurinn væri fyrir íslenska knattspyrnu, íslensk ungmenni og íslensku landsliðin. Mál eins manns myndi ekki hafa áhrif á þann stuðning. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sem einnig er ráðherra íþróttamála sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hún biði skýringa að loknum stjórnarfundi hjá KSÍ. Hún teldi þetta mál ekki vera íþróttahreyfingunni til framdráttar. Það skipti miklu máli hvernig fulltrúar íþróttahreyfingarinnar höguðu sér og þessi hegðun væri ekki til fyirirmyndar. Menntamálaráðherra telur fulla þörf á að íþróttahreyfingin setji sér reglur um framgöngu síns fólk þegar það sé á ferðalögum erlendis, alveg eins og rætt hafi verið að setja í stjórnsýslunni. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Forsvarsmaður eins stærsta styrktaraðila KSÍ segir að mál eins manns breyti ekki afstöðu fyrirtækisins til sambandsins. Styrktarsamningurinn sé fyrir íslensk knattspyrnu, íslensk ungmenni og íslensku landsliðin. Menntamálaráðherra telur þetta mál ekki vera íþróttahreyfingunni til framdráttar. Mál Pálma Jónssonar, fjármálastjóra KSÍ, hefur verið tilefni gagnrýni á Knattspyrnusambandið, en mörgum finnst óeðlilegt að fjármálastjórinn hafi yfirleitt komið sér í þær aðstæður að kort í eigu sambandsins var misnotað af nektarbúllu. Sem kunnugt er voru 67 þúsund svissneskir frankar teknir út af kreditkorti í eigu KSÍ á næturklúbbu í Zurich sem téður Pálmi hafði heimsótt árið 2005. Nú hefur Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, óskað formlega eftir skýringum knattspyrnusambandsins á málinu og var skriflegt erindi þess efnis sent í gær. Stærstu styrktaraðilar KSÍ eru Vífilfell, Icelandair, Íslensk getspá, Landsbankinn, Vodafone, VÍS og Mastercard. Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu að mál Pálma kæmi ekki til með að hafa áhrif á afstöðu Icelandair til KSÍ. Fyrirtækið liti svo á að styrktarsamningurinn væri fyrir íslenska knattspyrnu, íslensk ungmenni og íslensku landsliðin. Mál eins manns myndi ekki hafa áhrif á þann stuðning. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sem einnig er ráðherra íþróttamála sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hún biði skýringa að loknum stjórnarfundi hjá KSÍ. Hún teldi þetta mál ekki vera íþróttahreyfingunni til framdráttar. Það skipti miklu máli hvernig fulltrúar íþróttahreyfingarinnar höguðu sér og þessi hegðun væri ekki til fyirirmyndar. Menntamálaráðherra telur fulla þörf á að íþróttahreyfingin setji sér reglur um framgöngu síns fólk þegar það sé á ferðalögum erlendis, alveg eins og rætt hafi verið að setja í stjórnsýslunni.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira