Tiger er kominn á fulla ferð - tryggði sér sigur með lokapúttinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2009 09:30 Tiger Woods fagnar sigri á mótinu í gær. Mynd/GettyImages Tiger Woods vann sitt fyrsta golfmót eftir endurkomuna úr hnémeiðslum með eftirminnilegum hætti í gær. Tiger tryggði sér sigurinn á Arnold Palmer Invitational mótinu á Bay Hill með því að setja niður lokapúttið og fá fugl á 18. holunni. Tiger var fimm höggum á eftir Sean O'Hair fyrir lokadaginn en Tiger spilaði síðasta hringinn á 67 höggum og vann O'Hair með einu höggi. Þetta var í 19. sinn sem hann tryggir sér sigur á móti þar sem hann kemur til baka á lokadeginum en Tiger hefur aldrei unnið mót þar sem hann hefur verið meira en 5 höggum á eftir. Tiger Wodds og Sean O'Hair voru jafnir fyrir lokaholuna en Tiger náði fuglinum þegar hann setti niður tæplega fjögurra metra pútt.Þetta var annað árið í röð og í þriðja sinn á ferlinum þar sem Tiger tryggði sér sigur á þessum móti með glæsilegu lokapútti. Hann vann mótið þannig í fyrra sem og árið 2001 þegar hann hafði betur gegn Phil Mickelson. Tiger lék alls á 275 höggum eða fimm höggum undir pari. Þetta var 66. sigur hans á PGA-mótaröðinni og fyrir hann fékk hann 1,08 milljónir dollara eða um 125 milljónir íslenskra króna. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods vann sitt fyrsta golfmót eftir endurkomuna úr hnémeiðslum með eftirminnilegum hætti í gær. Tiger tryggði sér sigurinn á Arnold Palmer Invitational mótinu á Bay Hill með því að setja niður lokapúttið og fá fugl á 18. holunni. Tiger var fimm höggum á eftir Sean O'Hair fyrir lokadaginn en Tiger spilaði síðasta hringinn á 67 höggum og vann O'Hair með einu höggi. Þetta var í 19. sinn sem hann tryggir sér sigur á móti þar sem hann kemur til baka á lokadeginum en Tiger hefur aldrei unnið mót þar sem hann hefur verið meira en 5 höggum á eftir. Tiger Wodds og Sean O'Hair voru jafnir fyrir lokaholuna en Tiger náði fuglinum þegar hann setti niður tæplega fjögurra metra pútt.Þetta var annað árið í röð og í þriðja sinn á ferlinum þar sem Tiger tryggði sér sigur á þessum móti með glæsilegu lokapútti. Hann vann mótið þannig í fyrra sem og árið 2001 þegar hann hafði betur gegn Phil Mickelson. Tiger lék alls á 275 höggum eða fimm höggum undir pari. Þetta var 66. sigur hans á PGA-mótaröðinni og fyrir hann fékk hann 1,08 milljónir dollara eða um 125 milljónir íslenskra króna.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira