Árni Þór Sigurðsson þingmaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, sem fram fer þann 7. mars næstkomandi. Árni hefur setið á þingi síðan 2007 en þá skipaði hann annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Árni mun sækjast eftir því að skipa áfram 2. sætið í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.
Árni Þór býður sig fram í annað sætið
