Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi 14. ágúst 2009 10:07 Hosmany Ramos á ótrúlegan feril að baki. Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. Hosmany Ramos er fæddur árið 1947 og er menntaður lýtalæknir. Hann var einn virtasti læknirinn á sínu sviði í Rio de Janeiro á áttunda áratugnum og taldi stjörnur á borð við Pelé, Joan Collins og Biöncu Jagger til vina sinna. Ramos bjó í glæsiíbúð á Copacobana ströndinni og keyrði um á lúxusbílum en á sama tíma var hann stórtækur glæpamaður. Hann smyglaði eiturlyfjum á milli landa, meðal annars í einkaþotu sinni og hélt úti hópum manna sem stunduðu það að ræna ríka fólkið sem Ramos gerði sér dælt við. 21 árs dómur fyrir morð og meira til Árið 1981 var hann dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir flugvélaþjófnað, bifreiðasmygl og fyrir að myrða einkaflugmanninn sinn. Honum tókst tvívegis að sleppa úr fangelsi og árið 1996 var hann handsamaður eftir að hafa verið í mánuð á flótta. Á flóttanum tók hann þátt í mannráni þegar ríkum bónda var rænt og fyrir það brot fékk hann 30 ára fangelsisdóm til viðbótar. Ramos hefur gefið út átta bækur á meðan á fangelsisdvöl hans hefur staðið þar sem hann hefur deilt hart á fangelsiskerfið í Brasilíu. Síðasta bók hans er þó skáldsaga sem fjallar um þjóðaríþrótt Brasilíumanna, fótboltann. Skilaði sér ekki heim úr jólaleyfi Í desember á síðasta ári fékk Ramos leyfi hjá yfirvöldum til þess að eyða jólum og áramótum heima hjá sér. Hann átti að snúa aftur í byrjun janúar en í stað þess að gera það sendi blaðafulltrúi hans frá sér tilkynningu þar sem Ramos sagðist ekki geta hugsað sér að snúa aftur fyrr en aðbúnaður í fangelsunum yrði bættur. Hann sagðist einnig óttast um líf sitt í ljósi þess að hann hafi gagnrýnt fangelsisyfirvöld harðlega í bókum sínum. Í maí greindu brasilískir miðlar frá því að til hans hafi sést í París en það var aldrei staðfest. Nú hefur hann hins vegar dúkkað upp hér á landi og er kominn á bak við lás og slá enn eina ferðina. Hosmany Ramos heldur einnig úti heimasíðu þar sem hann kynnir framboð sitt til forsetakosninga árið 2010. Það er því ljóst að frægari fangi hefur tæplega vermt sakamannabekkinn á Skólavörðustígnum. Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. Hosmany Ramos er fæddur árið 1947 og er menntaður lýtalæknir. Hann var einn virtasti læknirinn á sínu sviði í Rio de Janeiro á áttunda áratugnum og taldi stjörnur á borð við Pelé, Joan Collins og Biöncu Jagger til vina sinna. Ramos bjó í glæsiíbúð á Copacobana ströndinni og keyrði um á lúxusbílum en á sama tíma var hann stórtækur glæpamaður. Hann smyglaði eiturlyfjum á milli landa, meðal annars í einkaþotu sinni og hélt úti hópum manna sem stunduðu það að ræna ríka fólkið sem Ramos gerði sér dælt við. 21 árs dómur fyrir morð og meira til Árið 1981 var hann dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir flugvélaþjófnað, bifreiðasmygl og fyrir að myrða einkaflugmanninn sinn. Honum tókst tvívegis að sleppa úr fangelsi og árið 1996 var hann handsamaður eftir að hafa verið í mánuð á flótta. Á flóttanum tók hann þátt í mannráni þegar ríkum bónda var rænt og fyrir það brot fékk hann 30 ára fangelsisdóm til viðbótar. Ramos hefur gefið út átta bækur á meðan á fangelsisdvöl hans hefur staðið þar sem hann hefur deilt hart á fangelsiskerfið í Brasilíu. Síðasta bók hans er þó skáldsaga sem fjallar um þjóðaríþrótt Brasilíumanna, fótboltann. Skilaði sér ekki heim úr jólaleyfi Í desember á síðasta ári fékk Ramos leyfi hjá yfirvöldum til þess að eyða jólum og áramótum heima hjá sér. Hann átti að snúa aftur í byrjun janúar en í stað þess að gera það sendi blaðafulltrúi hans frá sér tilkynningu þar sem Ramos sagðist ekki geta hugsað sér að snúa aftur fyrr en aðbúnaður í fangelsunum yrði bættur. Hann sagðist einnig óttast um líf sitt í ljósi þess að hann hafi gagnrýnt fangelsisyfirvöld harðlega í bókum sínum. Í maí greindu brasilískir miðlar frá því að til hans hafi sést í París en það var aldrei staðfest. Nú hefur hann hins vegar dúkkað upp hér á landi og er kominn á bak við lás og slá enn eina ferðina. Hosmany Ramos heldur einnig úti heimasíðu þar sem hann kynnir framboð sitt til forsetakosninga árið 2010. Það er því ljóst að frægari fangi hefur tæplega vermt sakamannabekkinn á Skólavörðustígnum.
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent