Hæstiréttur Íslands staðfesti áframhaldandi farbann til 8. ágúst yfir Catalinu Mikue Ncoco sem er grunuð um aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli auk þess að hafa milligöngu um vændi og fá greitt fyrir.
Catalina starfrækti vændishús á Hverfisgötunni, við hlið lögreglustöðvarinnar. Hún var handtekinn í febrúar eftir að hún snér frá Amsterdam en þangað hafði hún farið með kærasta sínum. Hann var síðan handtekinn þegar hann reyndi að smygla 12 kílóum af kókíni til landsins.