Markús og Ernir með - Dagur og Sigfús Páll í stúkunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2009 14:15 Hann er nokkuð breyttur leikmannahópurinn hjá Valsmönnum gegn Haukum í kvöld. Inn koma í hópinn þeir Markús Máni Michaelsson og Ernir Hrafn Arnarson en þeir Sigurður Eggertsson og Sigfús Páll Sigfússon eru meiddir. Dagur Sigurðsson hlaut svo ekki náð fyrir augum þjálfarans að þessu sinni. „Markús hefur verið að æfa með okkur í hvert skipti sem hann hefur getað. Hann er því í ágætu standi og kemur til með að fá einhverjar mínútur í kvöld. Ernir Hrafn er að koma inn í hópinn í fyrsta skipti í vetur eftir krossbandaslit. Hann er í svakalega góðu líkamlegu formi en eðlilega vantar mikið upp á leikformið. Hann mun samt fá að spila eitthvað í kvöld," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, en jafnvel var búist við því að Dagur Sigurðsson yrði einnig með Valsmönnum. „Dagur er alltaf boðinn og búinn. Hann hefur verið að aðstoða okkur en ekki mikið verið á gólfinu með okkur upp á síðkastið. Hann er í toppstandi, með mikla reynslu og vissulega afar freistandi að velja hann. Hann fékk ekki kallið núna og er eflaust hundfúll út í þjálfarann," sagði Óskar Bjarni léttur en hann útilokar ekki að taka Dag inn síðar. Það gekk mikið á þegar liðin mættust síðast á Ásvöllum og meðal annars rifbeinsbrotnaði Sigurður Eggertsson eftir að hafa fengið olnbogann á Kári Kristjáni Kristjánssyni í síðuna á sér. „Mér fannst Haukarnir ekkert grófir í þessum leik. Þeir voru fastir fyrir samt eins og venjulega. Hvað þetta atvik varðar þá tel ég ekki að Kári hafi ætlað að rifbeinsbrjóta Sigurð. Það á samt ekki að sjást að varnarmenn mæti með olnbogann á undan sér. Það býður upp á svona slys. Þetta hefði átt að vera hiklaust rautt spjald," sagði Óskar Bjarni sem sagði marga Valsmenn hafa verið reiða yfir atvikinu. „Ég hef fengið fjölda símtala frá gömlum Valsmönnum sem vilja endilega vera með í næsta leik. Þeir vilja bara auga fyrir auga. Þeir eru reyndar flestir komnir af léttasta skeiði þannig að þeir fá ekki að vera með að þessu sinni." Óskar segir að Valsmenn ætli að selja sig dýrt í kvöld. „Við munum selja okkur mjög dýrt. Heimavöllurinn hefur reynst okkur sterkur og það hefur aldrei verið mikilvægara að hann haldi en einmitt núna. Þá tryggjum við okkur annan leik heima og allt galopið. Við munum mæta grimmir til leiks og bíta frá okkur. Við ætlum ekki að fela okkur á bak við að einhverjir leikmenn séu meiddir. Við ætlum að stíga upp og vinna þennan leik í kvöld." Olís-deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Hann er nokkuð breyttur leikmannahópurinn hjá Valsmönnum gegn Haukum í kvöld. Inn koma í hópinn þeir Markús Máni Michaelsson og Ernir Hrafn Arnarson en þeir Sigurður Eggertsson og Sigfús Páll Sigfússon eru meiddir. Dagur Sigurðsson hlaut svo ekki náð fyrir augum þjálfarans að þessu sinni. „Markús hefur verið að æfa með okkur í hvert skipti sem hann hefur getað. Hann er því í ágætu standi og kemur til með að fá einhverjar mínútur í kvöld. Ernir Hrafn er að koma inn í hópinn í fyrsta skipti í vetur eftir krossbandaslit. Hann er í svakalega góðu líkamlegu formi en eðlilega vantar mikið upp á leikformið. Hann mun samt fá að spila eitthvað í kvöld," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, en jafnvel var búist við því að Dagur Sigurðsson yrði einnig með Valsmönnum. „Dagur er alltaf boðinn og búinn. Hann hefur verið að aðstoða okkur en ekki mikið verið á gólfinu með okkur upp á síðkastið. Hann er í toppstandi, með mikla reynslu og vissulega afar freistandi að velja hann. Hann fékk ekki kallið núna og er eflaust hundfúll út í þjálfarann," sagði Óskar Bjarni léttur en hann útilokar ekki að taka Dag inn síðar. Það gekk mikið á þegar liðin mættust síðast á Ásvöllum og meðal annars rifbeinsbrotnaði Sigurður Eggertsson eftir að hafa fengið olnbogann á Kári Kristjáni Kristjánssyni í síðuna á sér. „Mér fannst Haukarnir ekkert grófir í þessum leik. Þeir voru fastir fyrir samt eins og venjulega. Hvað þetta atvik varðar þá tel ég ekki að Kári hafi ætlað að rifbeinsbrjóta Sigurð. Það á samt ekki að sjást að varnarmenn mæti með olnbogann á undan sér. Það býður upp á svona slys. Þetta hefði átt að vera hiklaust rautt spjald," sagði Óskar Bjarni sem sagði marga Valsmenn hafa verið reiða yfir atvikinu. „Ég hef fengið fjölda símtala frá gömlum Valsmönnum sem vilja endilega vera með í næsta leik. Þeir vilja bara auga fyrir auga. Þeir eru reyndar flestir komnir af léttasta skeiði þannig að þeir fá ekki að vera með að þessu sinni." Óskar segir að Valsmenn ætli að selja sig dýrt í kvöld. „Við munum selja okkur mjög dýrt. Heimavöllurinn hefur reynst okkur sterkur og það hefur aldrei verið mikilvægara að hann haldi en einmitt núna. Þá tryggjum við okkur annan leik heima og allt galopið. Við munum mæta grimmir til leiks og bíta frá okkur. Við ætlum ekki að fela okkur á bak við að einhverjir leikmenn séu meiddir. Við ætlum að stíga upp og vinna þennan leik í kvöld."
Olís-deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða