Formúla 1

Webber: Raikkönen eins og ölvaður í brautinni

Mark Webber, Rubens Barrichello og Sebastian Vettel eftir tímatökuna á Silverstone í dag.
Mark Webber, Rubens Barrichello og Sebastian Vettel eftir tímatökuna á Silverstone í dag. mynd: AFP Nordic

Mark Webber var ekki sáttur við framgang Kimi Raikkönen í lokaumferð tímatökunnar í dag. Webber sagði að Raikkönen hefði þvælst fyrir sér í hraðasta hringnum.

"Ég hefði viljað ná betri atlögu í lokahringnum, en Kimi var... ég veit ekki hvað skal segja, að drekka vodka eða dreyma eða eitthvað. Ég veit ekki hvern andskotann hann var að gera. Hann var í aksturslínunni þegar ég kom aðvífandi og að skemmdi mína akssturslínu að Stowe beygjunni", sagði Webber funheitur á blaðamannafundinum.

Nokkuð gróf ummæli, ekki síst þar sem Raikkönen var þekktur fyrir það á árum áður að drekka óhóflega mikið vodka. Webber var sýnilega pirraður.

"Raikkönen truflaði með rækilega á mikilvægum tíma, en menn eru ekki hér til að hlusta á afsakanir. Ég hefði bara viljað ná meira út úr bílnum. En ég er allavega þriðji, ekki tíundi og Vettel gerði góða hluti. Ég er samt vonsvikinn...", sagði Webber.

Sjá lokastöðuna í tímatökunni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×