Handbolti

Boldsen aftur til Danmerkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Litlu mátti muna að Joachim Boldsen og Ólafur Stefánsson hefðu orðið samherjar hjá AG Håndbold.
Litlu mátti muna að Joachim Boldsen og Ólafur Stefánsson hefðu orðið samherjar hjá AG Håndbold. Nordic Photos / AFP
Danski handknattleiksmaðurinn mun yfirgefa herbúðir Barcelona í lok leiktíðarinnar og ganga þá í raðir danska B-deildarfélagsins AG Håndbold.

Þetta var tilkynnt í dag. Gera má reyndar ráð fyrir því að AG verði orðið úrvalsdeildarfélag á næsta tímabili en liðið er á toppi B-deildarinnar með fullt hús stiga.

Ólafur Stefánsson samdi við AG á sínum tíma en ákvað svo að ganga til liðs við Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi þess í stað.

Boldsen er 31 árs og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

„Barcelona bauð mér að framlengja samninginn og okkur líður mjög vel hér," sagði Boldsen við danska fjölmiðla í dag. „En fjölskyldan vill gjarnan fara aftur heim - og það vil ég eiginlega líka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×