Lokamótið á Silverstone í skugga deilna 17. júní 2009 10:25 Brawn liðið verður á heimavell á Silverstone þessa vikuna og Jenson Button mætir sem forystumaður i stigamótinu. mynd: kappakstur.is Síðasta mótið á Silverstone brautinni í Bretlandi verður um helgina í skugga deilna FIA og FOTA um reglur næsta árs, en á föstudaginn verður gefinn út endanlegur listi liða sem fá þátttökurétt í Formúlu 1 2010. Ökumenn eru ekkert frá því að ný mótaröð sé vænn kostur, en líkur á því eru kannski ekki svo miklar og margir vilja meina að deilurnar séu stormur í vatnsglasi. Peninga og valdabarátta fárra manna og áhorfendur líði fyrir mál sem ættu að leysast innan veggja FIA og FOTA, alþjóða bílasambandsins og samtaka keppnisliða. Mótið á Silverstone á sunnudaginn verður það síðasta á braut sem hefur verið í notkun frá árinu 1950 í Formúlu 1, en með nokkrum hléum þó. Mótshald flyst á Donington Park sem er klukkutíma akstur í norður frá Silverstone. Ástæðan fyrir breytingunni er sú að Bernie Ecclestone og félag kappakstursökumanna sem rekur Silverstone komust ekki að samkomulagi um leyfisgjald og betri aðstöðu, en Ecclestone hefur veirð ósáttur við gæði brautarinnar síðustu ár. Á sama tíma mætir Jenson Button, heimamaður frá Frome í Bretlandi á brautina með gott forskot í stigamóti ökumanna. Bretar munu því fjölmenna á mót sem Lewis Hamilton vann í fyrra í grenjandi rigningu. Engin hefur staðist Button snúning, nema Sebastian Vettel í einu móti af sjö. Hin sex hefur Button unnið. "Við fáum mikla samkeppni á Silverstone þar sem brautin er háhraðabraut. Brautin er í sama klassa og Suzuka og Spa í mínum huga, eins sú besta á tímabilinu. Áhorfendur sjá hve hraðskreiðir Formúlu 1 bílar eru og ég kann sérstaklega vel við að keyra Becketts beygjukaflann. Þetta er eitt flottasta svæði í Formúlu 1 og gaman að horfa á bílanna á þessum stað. Hvað þá keyra þar", sagði Button um brautina. Button á vísan stuðning áhorfenda, en ljóst að McLaren, Ferrari, Renault og BMW verða fara gera eitthvað í sínum málum, eftir afar brösót gengi á árinu. "Karakter brautarinnar er svipaður og á Spáni og þar gekk okkur illa. En við vitum allavega hvað var að og látum það ekki endurtaka sig. Það var ekkert að bílnum, heldur brugðumst við ekki rétt við breyttum aðstæðum, meiri hita en við væntum. Misstum grip dekkjanna og allt fór handaskolum. Ég tel að bíllinn verði líka betri á Silverstone", segir Massa. Fjallað verður um mótið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 23:00 á fimmtudagskvöld og góðir gestir spretta úr spori í ökuhermi á brautinni. Sjá brautarlýsingu frá Silverstone Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Síðasta mótið á Silverstone brautinni í Bretlandi verður um helgina í skugga deilna FIA og FOTA um reglur næsta árs, en á föstudaginn verður gefinn út endanlegur listi liða sem fá þátttökurétt í Formúlu 1 2010. Ökumenn eru ekkert frá því að ný mótaröð sé vænn kostur, en líkur á því eru kannski ekki svo miklar og margir vilja meina að deilurnar séu stormur í vatnsglasi. Peninga og valdabarátta fárra manna og áhorfendur líði fyrir mál sem ættu að leysast innan veggja FIA og FOTA, alþjóða bílasambandsins og samtaka keppnisliða. Mótið á Silverstone á sunnudaginn verður það síðasta á braut sem hefur verið í notkun frá árinu 1950 í Formúlu 1, en með nokkrum hléum þó. Mótshald flyst á Donington Park sem er klukkutíma akstur í norður frá Silverstone. Ástæðan fyrir breytingunni er sú að Bernie Ecclestone og félag kappakstursökumanna sem rekur Silverstone komust ekki að samkomulagi um leyfisgjald og betri aðstöðu, en Ecclestone hefur veirð ósáttur við gæði brautarinnar síðustu ár. Á sama tíma mætir Jenson Button, heimamaður frá Frome í Bretlandi á brautina með gott forskot í stigamóti ökumanna. Bretar munu því fjölmenna á mót sem Lewis Hamilton vann í fyrra í grenjandi rigningu. Engin hefur staðist Button snúning, nema Sebastian Vettel í einu móti af sjö. Hin sex hefur Button unnið. "Við fáum mikla samkeppni á Silverstone þar sem brautin er háhraðabraut. Brautin er í sama klassa og Suzuka og Spa í mínum huga, eins sú besta á tímabilinu. Áhorfendur sjá hve hraðskreiðir Formúlu 1 bílar eru og ég kann sérstaklega vel við að keyra Becketts beygjukaflann. Þetta er eitt flottasta svæði í Formúlu 1 og gaman að horfa á bílanna á þessum stað. Hvað þá keyra þar", sagði Button um brautina. Button á vísan stuðning áhorfenda, en ljóst að McLaren, Ferrari, Renault og BMW verða fara gera eitthvað í sínum málum, eftir afar brösót gengi á árinu. "Karakter brautarinnar er svipaður og á Spáni og þar gekk okkur illa. En við vitum allavega hvað var að og látum það ekki endurtaka sig. Það var ekkert að bílnum, heldur brugðumst við ekki rétt við breyttum aðstæðum, meiri hita en við væntum. Misstum grip dekkjanna og allt fór handaskolum. Ég tel að bíllinn verði líka betri á Silverstone", segir Massa. Fjallað verður um mótið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 23:00 á fimmtudagskvöld og góðir gestir spretta úr spori í ökuhermi á brautinni. Sjá brautarlýsingu frá Silverstone
Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira