Framsóknarmenn vilja endurskoða samgönguáætlun 21. apríl 2009 20:15 Það þarf að afla samneyslunni meiri tekna og útrýma ranglætinu úr skattakerfinu, að mati Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra og frambjóðanda VG til Alþingis. Ögmundur sagðist, í samtali við Heimi Má Pétursson og Sólveigu Bergmann á Stöð 2, vilja gera skattakerfið sanngjarnara þannig að þeir sem væru með 500 þúsund krónur í tekjur eða meira legðu hlutfallslega meira af mörkum en aðrir. Þá sagði Ögmundur að ríkisstjórnin gæti blásið ýmislegt út af borðinu til að hagræða í ríkisrekstri. Tryggvi Þór Herbertsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, sagði að tillögur Ögmundar skiluðu einungis um 4 milljörðum í ríkissjóð. Sjálfstæðisflokkurinn væri á móti hærri sköttum en hins vegar þyrfti að breikka skattastofnana. Björgvin G. Sigurðsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, sagðist ekki vilja flatan niðurskurð eða skattahækkanir. Hann sagði að gæta þyrfti aðhalds í ríkisrekstri, fækka ráðuneytum, auka verðmætasköpun. Þá lagði Björgvin áherslu á inngöngu í Evrópusambandið. Helga Sigrún Harðardóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins, sagði að hægt væri að skera niður, til dæmis þyrfti að endurskoða samgönguáætlun. Helga sigrún lagði þó áherslu á að staðan væri mjög óljós. Reyndar svo óljós að þegar að hún hefði verið boðuð til umræðnanna hefði verið talið að fjárlagagatið yrði 150 milljarðar, en þegar hún var mætt til umræðnanna væri talið að fjárlagagatið yrði 180 milljarðar króna. Kosningar 2009 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Það þarf að afla samneyslunni meiri tekna og útrýma ranglætinu úr skattakerfinu, að mati Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra og frambjóðanda VG til Alþingis. Ögmundur sagðist, í samtali við Heimi Má Pétursson og Sólveigu Bergmann á Stöð 2, vilja gera skattakerfið sanngjarnara þannig að þeir sem væru með 500 þúsund krónur í tekjur eða meira legðu hlutfallslega meira af mörkum en aðrir. Þá sagði Ögmundur að ríkisstjórnin gæti blásið ýmislegt út af borðinu til að hagræða í ríkisrekstri. Tryggvi Þór Herbertsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, sagði að tillögur Ögmundar skiluðu einungis um 4 milljörðum í ríkissjóð. Sjálfstæðisflokkurinn væri á móti hærri sköttum en hins vegar þyrfti að breikka skattastofnana. Björgvin G. Sigurðsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, sagðist ekki vilja flatan niðurskurð eða skattahækkanir. Hann sagði að gæta þyrfti aðhalds í ríkisrekstri, fækka ráðuneytum, auka verðmætasköpun. Þá lagði Björgvin áherslu á inngöngu í Evrópusambandið. Helga Sigrún Harðardóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins, sagði að hægt væri að skera niður, til dæmis þyrfti að endurskoða samgönguáætlun. Helga sigrún lagði þó áherslu á að staðan væri mjög óljós. Reyndar svo óljós að þegar að hún hefði verið boðuð til umræðnanna hefði verið talið að fjárlagagatið yrði 150 milljarðar, en þegar hún var mætt til umræðnanna væri talið að fjárlagagatið yrði 180 milljarðar króna.
Kosningar 2009 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira