Innlent

Smyglskútumálið kostaði Gæsluna 10 milljónir króna

Það var varðskipið Týr sem sigldi á eftir smyglskútunni. Mynd/ Anton Brink.
Það var varðskipið Týr sem sigldi á eftir smyglskútunni. Mynd/ Anton Brink.

Aðgerð Landhelgisgæslunnar í smyglskútumálinu kostaði 10 milljónir króna, að því er stjórnendur Landhelgisgæslunnar telja.

Halldór Nellett, aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, sagði í samtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjinni að aðgerðin í smyglskútumálinu hafi ekki verið hættulaus en búið sé að æfa þetta mikið og Landhelgisgæslan hafi átt mikil og góð samskipti við sérsveit Ríkislögreglustjóra. Hann segir að slíkar æfingar og aðgerðir eins og þessi sem farið var í séu kostnaðarsamar.

„Vissulega kostaði þetta okkur peninga - þessi aðgerð. Við erum að skjóta á einhverjar 10 milljónir og ég sé ekki eftir þeim pening. Ég held að þeim sé vel varið," segir Halldór Nellett.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×