Umfjöllun: Stöngin, stöngin út hjá HK Hjalti Þór Hreinsson skrifar 25. nóvember 2009 20:45 Jónatan var öflugur í kvöld. Akureyringar voru stálheppnir að landa sigri gegn HK ó frábærum handboltaleik nyrðra í kvöld. Leikar enduðu 27-26 eftir æsilegar lokamínútur. HK byrjaði leikinn betur, spilaði 6-0 vörn sem tók vel á Akureyringum. Sókn þeirra fyrstu mínúturnar gekk erfiðlega, þeir stigu á línuna, skutu í vörnina og ógnuðu ekki vel. HK komst í 3-7 eftir þrettán mínútna leik en þá snerist leikurinn við. Oddur Grétarsson, einn besti leikmaður deildarinnar, kom inn á í lið Akureyrar og skoraði þrjú mörk í röð. Samtals skoraði Akureyri fimm gegn engu og komst yfir. Eftir það var hálfleikurinn jafn. Varnir liðanna voru hriplekar og sést það á hálfleiksstöðunni, 16-16. Akureyri komst tveimur mörkum yfir rétt fyrir hálfleikinn en HK jafnaði fyrir hléið. Valdimar Fannar Þórsson var allt í öllu í liði HK, skoraði fimm mörk og lagði upp mörg önnur. Akureyringar tóku frumkvæðið í upphafi seinni hálfleiks og virtust ætla að stinga af. Þeir komust fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútum og héldu þeim mun þar til tíu mínútur voru eftir. Vörn þeirra var öflug og sókn HK slök. En þegar leið á sóttu HK-ingar loksins í sig veðrið. Þeir byrjuðu að nýta færin, vörnin small saman og Sveinbjörn varði vel í markinu. Þeir náðu að jafna leikinn þegar þrjár mínútur voru eftir, ekki í fyrsta skipti sem Akureyri kasta frá sér forskoti með kæruleysi. Akureyri var tveimur mönnum fleiri í jafnri stöðu þegar ein og hálf mínúta lifði leiks. Heimir Örn skoraði þá sigurmarkið, 27-26. HK fór í sókn en missti boltann klaufalega, leikmenn voru ósáttir með dómara leiksins í því tilfelli. Akureyri fór í sókn og klúðraði frá sér boltanum þegar mínúta var eftir. HK fór í sókn og Sverrir Hermannsson átti skot sem fór í báðar stengurnar, og út. Akureyri fór í sókn, tók leikhlé en tapaði boltanum þegar tvær sekúndur voru eftir. Leiktíminn var stöðvaður og boltanum var svo kastað fram og um leið og lokaflautan gall skoraði HK úr ómögulegri stöðu en því miður fyrir þá var leiktíminn búinn. Ótrúlegur endir á frábærum leik. Hjá HK var Valdimar af og Sveinbjörn var öflugur í markinu. Ólafur Víðir var líka sprækur. Hjá Akureyri var Árni Þór góður í fyrri hálfleik og Jónatan og Heimir voru góður. Guðlaugur var svo frábær í vörninni. Oddur Grétarsson var þó maður leiksins, hreint frábær í vörn og sókn. Akureyri er þar með komið í annað sæti deildarinnar en liðin í þriðja og fjórða sæti eiga leiki til góða. HK er enn í fimmta sætinu.Tölfræði:Akureyri-HK 27-26 (16-16)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 6 (7), Jónatan Magnússon 5 (8/1), Árni Þór Sigtryggsson 5 (13), Andri Snær Stefánsson 4/1 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (7), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (43) 40%Hraðaupphlaup: 3 (Oddur, Andri, Jónatan).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk HK: Valdimar Þórsson 8/4 (16), Ólafur Víðir Ólafsson 7/1 (9), Atli Ingólfsson 5 (7), Sverrir Hermannsson 3 (8/1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (5), Hákon Hermannsson Bridde 1 (3), Atli Bachmann 1 (2), Ragnar Hjaltested 0 (5).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (43) 37%Hraðaupphlaup: 1 (Atli B).Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Ólafur, Hákon, Valdimar).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir. Olís-deild karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Akureyringar voru stálheppnir að landa sigri gegn HK ó frábærum handboltaleik nyrðra í kvöld. Leikar enduðu 27-26 eftir æsilegar lokamínútur. HK byrjaði leikinn betur, spilaði 6-0 vörn sem tók vel á Akureyringum. Sókn þeirra fyrstu mínúturnar gekk erfiðlega, þeir stigu á línuna, skutu í vörnina og ógnuðu ekki vel. HK komst í 3-7 eftir þrettán mínútna leik en þá snerist leikurinn við. Oddur Grétarsson, einn besti leikmaður deildarinnar, kom inn á í lið Akureyrar og skoraði þrjú mörk í röð. Samtals skoraði Akureyri fimm gegn engu og komst yfir. Eftir það var hálfleikurinn jafn. Varnir liðanna voru hriplekar og sést það á hálfleiksstöðunni, 16-16. Akureyri komst tveimur mörkum yfir rétt fyrir hálfleikinn en HK jafnaði fyrir hléið. Valdimar Fannar Þórsson var allt í öllu í liði HK, skoraði fimm mörk og lagði upp mörg önnur. Akureyringar tóku frumkvæðið í upphafi seinni hálfleiks og virtust ætla að stinga af. Þeir komust fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútum og héldu þeim mun þar til tíu mínútur voru eftir. Vörn þeirra var öflug og sókn HK slök. En þegar leið á sóttu HK-ingar loksins í sig veðrið. Þeir byrjuðu að nýta færin, vörnin small saman og Sveinbjörn varði vel í markinu. Þeir náðu að jafna leikinn þegar þrjár mínútur voru eftir, ekki í fyrsta skipti sem Akureyri kasta frá sér forskoti með kæruleysi. Akureyri var tveimur mönnum fleiri í jafnri stöðu þegar ein og hálf mínúta lifði leiks. Heimir Örn skoraði þá sigurmarkið, 27-26. HK fór í sókn en missti boltann klaufalega, leikmenn voru ósáttir með dómara leiksins í því tilfelli. Akureyri fór í sókn og klúðraði frá sér boltanum þegar mínúta var eftir. HK fór í sókn og Sverrir Hermannsson átti skot sem fór í báðar stengurnar, og út. Akureyri fór í sókn, tók leikhlé en tapaði boltanum þegar tvær sekúndur voru eftir. Leiktíminn var stöðvaður og boltanum var svo kastað fram og um leið og lokaflautan gall skoraði HK úr ómögulegri stöðu en því miður fyrir þá var leiktíminn búinn. Ótrúlegur endir á frábærum leik. Hjá HK var Valdimar af og Sveinbjörn var öflugur í markinu. Ólafur Víðir var líka sprækur. Hjá Akureyri var Árni Þór góður í fyrri hálfleik og Jónatan og Heimir voru góður. Guðlaugur var svo frábær í vörninni. Oddur Grétarsson var þó maður leiksins, hreint frábær í vörn og sókn. Akureyri er þar með komið í annað sæti deildarinnar en liðin í þriðja og fjórða sæti eiga leiki til góða. HK er enn í fimmta sætinu.Tölfræði:Akureyri-HK 27-26 (16-16)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 6 (7), Jónatan Magnússon 5 (8/1), Árni Þór Sigtryggsson 5 (13), Andri Snær Stefánsson 4/1 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (7), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (43) 40%Hraðaupphlaup: 3 (Oddur, Andri, Jónatan).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk HK: Valdimar Þórsson 8/4 (16), Ólafur Víðir Ólafsson 7/1 (9), Atli Ingólfsson 5 (7), Sverrir Hermannsson 3 (8/1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (5), Hákon Hermannsson Bridde 1 (3), Atli Bachmann 1 (2), Ragnar Hjaltested 0 (5).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (43) 37%Hraðaupphlaup: 1 (Atli B).Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Ólafur, Hákon, Valdimar).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir.
Olís-deild karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira