Briatore vill eilífðarbanni FIA aflétt 25. nóvember 2009 10:23 Flavio Briatore ásamt eiginkonu sinni. Elísabetu Gregoraci. Mynd: Getty Images Flavio Britatore vitnaði í gær gegn FIA, alþjóðabílasambandinu fyrir frönskum dómstóli. Hann kærði FIA fyrir það sem hann telur ólögmætt keppnisbann til æviloka og vill meina að Max Mosley fyrrum forseti FIA hafi ráðið gangi mála. Briatore var fundinn sekur hjá sérstöku ráði innan FIA að hafa lagt á ráðin að Nelson Piquet keyrði á vegg til að auka möguleika Fernando Alonso í keppninni í Singapúr 2008. Verknaðurinn sannaðist og FIA dæmdi Briatore í ævilangt bann. Briatore vill meina að ekki hafi verið farið að lögum í fyrirtöku málsins og að niðurstaðan hafi verið ákveðinn fyrirfram. Málið var tekið fyrir í gær fyrir almennum dómsstóli og niðurstaða í málinu verður ekki birt fyrr en 5. janúar. Briatore fór fram á eina miljón evra í skaðabætur og vill frelsi til að mæta á móti og sinna störfum sínum sem umboðsmaður ökumanna. Þá er mögulegt að breska knattspyrnusambandið banni honum að eiga í Queens Park Rangers knattspyrnuliðinu, en hann á hlut í liðinu ásamt Bernie Ecclestone. Knattspyrnusambandið vill ekki mann sem hefur orðið uppvís að svindli innan sinna vébanda. Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Flavio Britatore vitnaði í gær gegn FIA, alþjóðabílasambandinu fyrir frönskum dómstóli. Hann kærði FIA fyrir það sem hann telur ólögmætt keppnisbann til æviloka og vill meina að Max Mosley fyrrum forseti FIA hafi ráðið gangi mála. Briatore var fundinn sekur hjá sérstöku ráði innan FIA að hafa lagt á ráðin að Nelson Piquet keyrði á vegg til að auka möguleika Fernando Alonso í keppninni í Singapúr 2008. Verknaðurinn sannaðist og FIA dæmdi Briatore í ævilangt bann. Briatore vill meina að ekki hafi verið farið að lögum í fyrirtöku málsins og að niðurstaðan hafi verið ákveðinn fyrirfram. Málið var tekið fyrir í gær fyrir almennum dómsstóli og niðurstaða í málinu verður ekki birt fyrr en 5. janúar. Briatore fór fram á eina miljón evra í skaðabætur og vill frelsi til að mæta á móti og sinna störfum sínum sem umboðsmaður ökumanna. Þá er mögulegt að breska knattspyrnusambandið banni honum að eiga í Queens Park Rangers knattspyrnuliðinu, en hann á hlut í liðinu ásamt Bernie Ecclestone. Knattspyrnusambandið vill ekki mann sem hefur orðið uppvís að svindli innan sinna vébanda.
Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira