Er hægt að bjarga Íslandi? Gunnar Örn Jónsson skrifar 30. júní 2009 11:16 Efnahagslíf Íslendinga er hrunið, erlend lántaka, verðbólga og áhættusækni „útrásarvíkinga“ hefur sett þjóðina á vonarvöl. Íslendingar geta hugsanlega bjargað sér með lögleiðingu marijuana. Þetta er haft eftir Rob Cox, sem skrifar athyglisverða grein á Reuters um efnahag Íslands. Samkvæmt greininni áætlar Seðlabanki Íslands að um 40% fjölskyldna séu með bílalán í erlendri mynt, auk þess sé meðal annars gríðarleg verðbólga í landinu og háir vextir. Íslensku bankarnir tóku virkan þátt í leiknum, þeir endurlánuðu erlent lánsfé til svokallaðra frumkvöðla í íslensku viðskiptalífi sem reyndu eftir fremsta megni að halda uppi háu verði á hlutabréfamarkaði. Það var í raun allra hagur þar sem krosseignatengslin á íslenskum hlutabréfamarkaði voru gríðarleg. Á hátindi hlutabréfaævintýrsins nam markaðsvirði félaga í íslensku Kauphöllinni yfir 250 faldri þjóðarframleiðslu Íslands, segir í greininni. „Við urðum fórnarlömb okkar eigin velgengni,“ er haft eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar. Íslendingar búa yfir þeirri miklu náttúruauðlind, jarðhita, sem er nothæft til margvíslegs brúks. Meðal annars sér jarðhitinn um að hita gróðurhúsin sem gerir Íslendingum kleift að rækta grænmeti, blóm og jafnvel banana. Lagt er til að Íslendingar nýti gróðurhúsin í öðrum tilgangi, ræktun marijuana. „Ef Íslendingar myndu lögleiða „gras“ myndi það auka ferðamannastraum til landsins og gott betur. Það myndi stytta innflutningsleið Bandaríkjamanna og Kanadabúa á marijuana um helming þar sem Amsterdam er helmingi lengra í burtu. Íhaldssömum ráðamönnum Íslands gæti þótt það of langt gengið en þarf ekki að leita allra leiða til að koma þjóðinni úr þeim skuldaklafa sem hún býr við?" Grein Reuters má sjá hér Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Efnahagslíf Íslendinga er hrunið, erlend lántaka, verðbólga og áhættusækni „útrásarvíkinga“ hefur sett þjóðina á vonarvöl. Íslendingar geta hugsanlega bjargað sér með lögleiðingu marijuana. Þetta er haft eftir Rob Cox, sem skrifar athyglisverða grein á Reuters um efnahag Íslands. Samkvæmt greininni áætlar Seðlabanki Íslands að um 40% fjölskyldna séu með bílalán í erlendri mynt, auk þess sé meðal annars gríðarleg verðbólga í landinu og háir vextir. Íslensku bankarnir tóku virkan þátt í leiknum, þeir endurlánuðu erlent lánsfé til svokallaðra frumkvöðla í íslensku viðskiptalífi sem reyndu eftir fremsta megni að halda uppi háu verði á hlutabréfamarkaði. Það var í raun allra hagur þar sem krosseignatengslin á íslenskum hlutabréfamarkaði voru gríðarleg. Á hátindi hlutabréfaævintýrsins nam markaðsvirði félaga í íslensku Kauphöllinni yfir 250 faldri þjóðarframleiðslu Íslands, segir í greininni. „Við urðum fórnarlömb okkar eigin velgengni,“ er haft eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar. Íslendingar búa yfir þeirri miklu náttúruauðlind, jarðhita, sem er nothæft til margvíslegs brúks. Meðal annars sér jarðhitinn um að hita gróðurhúsin sem gerir Íslendingum kleift að rækta grænmeti, blóm og jafnvel banana. Lagt er til að Íslendingar nýti gróðurhúsin í öðrum tilgangi, ræktun marijuana. „Ef Íslendingar myndu lögleiða „gras“ myndi það auka ferðamannastraum til landsins og gott betur. Það myndi stytta innflutningsleið Bandaríkjamanna og Kanadabúa á marijuana um helming þar sem Amsterdam er helmingi lengra í burtu. Íhaldssömum ráðamönnum Íslands gæti þótt það of langt gengið en þarf ekki að leita allra leiða til að koma þjóðinni úr þeim skuldaklafa sem hún býr við?" Grein Reuters má sjá hér
Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira