Haukamaðurinn Freyr Brynjarsson bjó til stórskemmtilegt myndband fyrir oddaleik Hauka og Fram sem fram fór í gærkvöldi.
Framarar voru farnir að kalla Haukaliðið Bad Boys með vísun í hið alræmda lið Detroit Pistons sem fór mikinn undir lok síðustu aldar.
Freyr sýndi félögum sínum myndbandið degi fyrir leik og það virðist hafa svínvirkað því Haukamenn hreinlega rúlluðu yfir Framara í oddaleiknum og eru komnir í úrslit.
Myndbandið má finna á heimasíðu Haukastráka sem er hér.