Golf

Leik hætt á Opna bandaríska

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Starfsmenn á fullu við að hreinsa vatn af vellinum í gær.
Starfsmenn á fullu við að hreinsa vatn af vellinum í gær. Nordic Photos / AFP
Hætta varð keppni snemma eftir miklar rigningar á Bethpage Black-vellinum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í nótt.

Keppni var hætt eftir rúmar þrjár klukkustundir en helmingur þeirra 156 keppenda áttu enn eftir að hefja leik. Fyrsta hollið náði aðeins að klára ellefu holur.

Búist við rigningaveðri áfram og því ljóst að annar keppnishringurinn verður ekki kláraður fyrr en á laugardagsmorgun.

Svo gæti farið að mótið klárist ekki fyrr en á mánudaginn. Reyndar sagði einn forráðamannamótsins að mótið tæki eins langan tíma og til þyrfti.

"Við erum harðákveðnir í þessu. Við munum ekki krýna meistara fyrr en eftir 72 holur. Sama hvort við þurfum þá að spila á mánudag, þriðjudag eða hvað sem er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×