Fótbolti

Platini hrósar leikstíl Barcelona-liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michel Platini, forseti UEFA með Bobby Charlton.
Michel Platini, forseti UEFA með Bobby Charlton. Mynd/AFP

Michel Platini, forseti UEFA, hefur komið fram og hrósað Barcelona-liðinu fyrir leikstíl sinn en liðið mætir Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir eina viku.

„Barcelona fylgir minni fótbolta-hugsjón ekki bara hvernig þeir spila inn á vellinum heldur einnig hvernig þeir móta sína fótboltamenn," sagði Platini í viðtali við spænska blaðið El Mundo.

„Ég trúi því að það sé best fyrir alla ef leikmenn fá að vera í friði þar til þeir eru 18 ára gamlir og þá miklu meira út af andlegu hliðinni heldur en þeirri peningalegu," segir Platini sem hefur hafið herferð á móti umtöluðu ásókn liða í mjög unga leikmenn.

„Barcelona spila eftir spænska stílnum, þar sem tækninin ræðir ríkjum og leikurinn er einfaldur og opinn," sagði Platini sem hrósaði líka leikmönnum.

„Xavi er mjög góður eins og Iniesta. Það er líka gaman að sjá að menn eins og Eto'o, Henry og Keita hafa allir aðlagast leikstíl Barcelona vel," sagðo Platini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×