Fótbolti

Beckenbauer líkir Bayern við Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen.
Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen. Mynd/GettyImages

Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, líkir þýska liðinu við enska liðið Liverpool. Bæði félögin stóðu sig frábærlega í Meistaradeildinni í gærkvöldi og hafa síðan bæði verið í vandræðum í deildinni heima fyrir.

Bayern setti nýtt með með því að slá Sporting Lissabon samanlagt 12-1 út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Liverpool sló spænska stórliðið Real Mardid 5-0 samanlagt.

„Kannski er Bayern að verða eins og Liverpool," sagði Beckenbauer í sjónvarpsviðtali eftir 7-1 stórsigur Bayern á Sporting í seinni leiknum.

„Leikmennirnir njóta þess að spila í Meistaradeildinni sem þeir líta á sem sérstakt og krefjandi verkefni," sagði Keisarinn.

Bayern er búið að tapa þremur deildarleikjum það sem af er á þessu ári og datt þá einnig út úr þýska bikarnum. Beckenbauer notaði tækifærið og varaði sína menn við.

„Ef þið passið ykkur ekki á heimavígstöðunum þá verður kannski engin Meistaradeild í boði á næsta tímabili," sagði Beckenbauer,

Bayern er eins og er í 2. sæti þýsku deildarinnar en liðið er eitt af fjórum liðum í 2. til 5. sæti sem hafa 42 stig. Hin eru 1899 Hoffenheim, Wolfsburg og Hamburg. Þrjú þýsk lið komast í Meistaradeildina.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×