Erlent

Hluti fórnarlambanna í Srebrenica borin til grafar

Þúsundir syrgjenda minntust fórnarlambanna við minningarathöfn í dag
Þúsundir syrgjenda minntust fórnarlambanna við minningarathöfn í dag Mynd/AP
Líkamsleifar 534 bosnískra múslima sem voru myrtir í bænum Srebrenica fyrir 14 árum hefur verið komið fyrir í merktum gröfum. Þúsundir syrgjenda minntust fórnarlambanna við minningarathöfn rétt fyrir utan í bæinn í dag.

Vígasveitir Bosníu-Serba myrtu um 8000 íbúa, flesta karlmenn og drengi, þegar þeir reyndu að flýja heimabæ sinn í júlí 1995. Stríðsglæpadómstólinn í Haag hefur lýst formlega yfir að um þjóðarmorð hafi verið að ræða.

Borin hafa verið kennsl á líkamsleifar rúmlega 5000 einstaklinga.

Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, og hershöfðingi hans Ratko Mladic eru taldir samábyrgir fyrir ódæðinu. Karadzic var handsamaður síðasta sumar en Mladic gengur enn laus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×