Ófarir Juventus héldu áfram í kvöld er liðið tapaði fyrir Bari, 3-1, í ítölsku úrvalsdeildinni. Meggiorini, Almiron og Barreto skoruðu fyrir Bari en Trezeguet skoraði mark Juve.
Þessi úrslit koma beint í kjölfar háðulegrar útreiðar liðsins gegn FC Bayern í Meistaradeildinni.
Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í aðdraganda leiksins gegn Bari að ef sá leikur myndi tapast yrði Ciro Ferrara rekinn sem þjálfari liðsins.
Robert Mancini þykir líklegur arftaki Ferrara en hann hefur þegar lýst yfir áhuga á starfinu.