Það var mikill toppslagur í danska fótboltanum í dag þegar Bröndby, lið Stefáns Gíslasonar tók á móti Odense en liðin voru í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir viðureignina.
Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli og Bröndby er því þrem stigum á eftir FCK en hefur leikið einum leik færra. Odense sem fyrr í þriðja sætinu með tveim stigum færra en Bröndby.
Stefán var að sjálfsögðu í byrjunarliði Bröndby, lék allan leikinn og fékk gult spjald á 56. mínútu.