Fótbolti

Dunga, þjálfari Brassa: Juventus að eyðileggja Felipe Melo og Diego

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego og Felipe Melo.
Diego og Felipe Melo. Mynd/AFP

Carlos Dunga, þjálfari Brasilíumanna, hefur komið löndum sínum til varnar en þeir Felipe Melo og Diego hafa mátt þola harða gagnrýni á sínu fyrsta ári með Juventus. Dunga segir að Ciro Ferrara eigi sök á því þar sem hann lætur þá spila út úr sínum stöðum.

„Ef að það á að finna sökudólg fyrir slæmu gengi liðsins þá eru það ekki aðeins Brasilíumönnunum að kenna. Þeir eru fórnarlömb en ekki gerendur. Juventus er að eyðileggja þá," sagði Dunga í viðtali við Corriere dello Sport.

„Þeir eru báðir af venjast því að spila með nýju liði því það er aldrei auðvelt," sagði Dunga. Felipe Melo kom frá Fiorentina fyrir tímabilið og Diego var keyptur frá Werder Bremen.

„Þeir verða að fá að spila sínar stöður á vellinum. Melo þarf að hafa annan varnartengilið nálægt sér eins og hann hafði Riccardo Montolivo hjá Fiorentina og Diego þarf að hafa sóknarmann sem býður sig alveg eins og var upp á teningnum hjá Werder Bremen," sagði Dunga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×