Fótbolti

Hitzfeld neitaði Bayern

Nordic Photos/Getty Images

Forráðamenn Bayern Munchen leituðu á náðir gamals kunningja þegar þeir ráku Jurgen Klinsmann úr starfi eftir því sem fram kemur í þýskum miðlum í dag.

Forystumenn Bayern höfðu þannig strax samband við Ottmar Hitzfeld, fyrrum þjálfara liðsins og núverandi landsliðsþjálfara Svisslendinga, og buðu honum að taka tímabundið við liðinu.

Hitzfeld á hinsvegar að hafa sagt þvert nei og því var leitið til Jupp Heynckes, sem gekk að tilboðinu. Hann hefur áður stýrt Bayern og gerði liðið að meistara á sínum tíma.

Hitzfeld hefur í tvígang stýrt liði Bayern og tók síðast við því tímabundið þegar Felix Magath var rekinn árið 2007. Hann gerði liðið að Þýskalandsmeistara á síðustu leiktíð en tók síðar við landsliði Sviss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×