Formúla 1

BMW hættir í Formúlu 1 í lok árs

BMW mun hætta þátttöku í Formúlu 1 í lok þessa keppnistímabils og Robert Kubica og Nick Heidfeld þurfa að leita á önnur mið fyrir 2010.
BMW mun hætta þátttöku í Formúlu 1 í lok þessa keppnistímabils og Robert Kubica og Nick Heidfeld þurfa að leita á önnur mið fyrir 2010. mynd: kappakstur.is
Formúlu 1 lið BMW mun ljúka þessu keppnistímabili, en hættir síðan þátttöku í mótaröðinni. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Munchen í dag.

BMW setti upp þriggja ára plan sem miðaði að því að landa meistaratitili í ár. Það hefur ekki gengið eftir og BMW hefur gengið afleitlega á árinu. Trúlega er það grunnurinn að ákvörðun yfirmanna BMW og efnahagsástandið víða um heim hefur trúlega sín áhrif. Tillkynning BMW var skyndileg og ekkert hefur verið ákveðið varðandi hundruði starfsmanna sem vinna hjá Formúlu 1 deild liðsins.

BMW keypti búnað Sauber liðsins á sínum tíma í Hinwill í Sviss og það verður trúlega selt hæstbjóðanda. Nokkur ný Formúlu 1 lið verða á næsta ári og brotthvarf BMW gæti opnað sæti fyrr enn eitt nýtt liðið, sem var hafnað á dögunum af FIA.

Sjá meira um mál BMW






Fleiri fréttir

Sjá meira


×