Barrichello fyrstur, Ferrari og McLaren eflast 21. maí 2009 09:31 Rubens Barrichello var fljótastur allra á götum Mónakó í morgun. Mynd: Getty Images Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello á Brawn var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun um Mónakó brautina. Barrichello varð 0.3 sekúndum fljótari en Felipe Massa á Ferrari. Nokkuð mikill munur var annars á fremstu bílunum á æfingunni. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton reyndist sannspár varðandi eigin möguleika í Mónakó, ef marka má fyrstu æfingu keppnisliða. Hann segir McLaren eiga góða möguleika í móti helgarinnar og hann náði þriðja besta tíma. Sól og gott veður er í Mónakó og ökumenn nýttu það til að þræða krókótta Mónakó brautina, sem er mjög erfitt viðfangsefni. Nokkrir ökumenn búa á staðnum og Nico Rosberg er einn þeirra. Hann náði fimmta besta tíma á Williams. Mark Webber á Red Bull hefur alltaf verið sprettharður á götum furstadæmisins en vélin bilaði hjá honum á æfingunni. Bæði Ferrari og McLaren virðast hafa náð betri tökum á bílum sínum og bæði liðin munu nota KERS kerfið í bílum sínum, sem gefur þeim 80 auka hestöfl. Það er helst hægt að nýta á ráskaflanum í Mónakó. Sýnt verður frá æfingunum í kvöld á Stöð 2 Sport. Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello á Brawn var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun um Mónakó brautina. Barrichello varð 0.3 sekúndum fljótari en Felipe Massa á Ferrari. Nokkuð mikill munur var annars á fremstu bílunum á æfingunni. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton reyndist sannspár varðandi eigin möguleika í Mónakó, ef marka má fyrstu æfingu keppnisliða. Hann segir McLaren eiga góða möguleika í móti helgarinnar og hann náði þriðja besta tíma. Sól og gott veður er í Mónakó og ökumenn nýttu það til að þræða krókótta Mónakó brautina, sem er mjög erfitt viðfangsefni. Nokkrir ökumenn búa á staðnum og Nico Rosberg er einn þeirra. Hann náði fimmta besta tíma á Williams. Mark Webber á Red Bull hefur alltaf verið sprettharður á götum furstadæmisins en vélin bilaði hjá honum á æfingunni. Bæði Ferrari og McLaren virðast hafa náð betri tökum á bílum sínum og bæði liðin munu nota KERS kerfið í bílum sínum, sem gefur þeim 80 auka hestöfl. Það er helst hægt að nýta á ráskaflanum í Mónakó. Sýnt verður frá æfingunum í kvöld á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira