Móðir Isolar harmi slegin 2. janúar 2009 18:49 Fjörutíu og níu ára gömul íslensk kona var myrt í svefni af eiginmanni sínum aðfararnótt gamlársdags - um 90 mínútum eftir að hann borgaði sig út úr fangelsi gegn fimm þúsund dala tryggingu. Maðurinn svipti sig síðan lífi frammi fyrir dóttur þeirra hjóna. Síðustu tæplega þrjátíu ár stundvíslega klukkan tólf á miðnætti, þegar gamla árið mætti hinu nýja, hringdi Isol Lind Cotto frá Bandaríkjunum í móður sína heima í Njarðvík til að óska henni gleðilegs árs. Nú í fyrrakvöld barst móður hennar, Sigrúnu Ellertsdóttur hins vegar ekkert símtal frá Bandaríkjunum heldur bankaði presturinn upp á á gamlárskvöld og færði henni þessi hörmulegu tíðindi. ,,Ég missti málið. Ég grenjaði og hef grenjað síðan," segir Sigrún. Isol Lind, lá sofandi heima hjá sér í smábænum Marbletown í New York fylki síðustu nótt ársins, aðfararnótt gamlársdags. Kristína 22ja ára gömul dóttir hennar og eiginmannsins, William Cotto, lá sofandi í sínu herbergi. Mitt í vetrarnóttinni vaknar Kristína við skothvell, hleypur inn í svefnherbergi móður sinnar og sér að hún er látin. Sigrún segir að Kristína hafi hlaupið út og kallað til föður síns sem hafi ekki svarað. Kristína fékk taugaáfall og var svæfð eftir þessa erfiðu reynslu. Foreldrar hennar, Bill og Ísól kynntust á Íslandi þar sem Bill starfaði á herstöðinni á Miðnesheiði. Þau giftu sig og fluttu til Bandaríkjanna, þar sem Bill starfaði sem lögreglumaður, en fjögurra ára dóttir Isolar varð eftir hjá ömmu og afa og ólst þar upp. Hjónabandið var ofbeldisfullt frá upphafi, segir Sigrún. ,,Hún sagði alltaf við mig að hann drepur mig ekki mamma." Isol var þó ekki sannfærðari en svo að hún átti sex hunda, svaf ávallt með tvo við rúmið, sem hún treysti að myndu vara hana við. ,,Eins og ég er búinn að vera að brjóta heilann um þekktu þeir hann þegar hann kom," segir Sigrún sem reyndi ítrekað að forða dóttur sinni frá eiginmanninum. Bill og Isol skildu að borði og sæng fyrir nokkrum árum en voru ennþá formlega gift. Hún tók nýverið við honum aftur. Á þriðjudaginn var hann svo handtekinn, líklega fyrir atbeina Kristínu dóttur þeira, eftir að hafa hrint Isol niður stiga og ýmis önnur brot. Um kvöldið reiddi Bill svo fram 5000 dala tryggingu, var leystur úr haldi rétt upp úr miðnætti og hálfum öðrum tíma síðar var hann búinn að myrða konu sína og sjálfan sig. Nokkrum klukkustundum fyrr talaði Sigrún við dóttur sína í síma í síðasta sinn. ,,Hún sagði við að hún myndi hringja á gamlárskvöld eins og vanalega. Hún hringdi alltaf á mínútunni tólf." En hvað vill Sigrún segja við konur í sömu stöðu og Ísól var, í ofbeldisfullu hjónabandi. ,,Forðaðu þér. Húsið og eigurnar eru einskis virði." Tengdar fréttir Íslensk kona myrt af eiginmanni sínum í New York Íslensk kona búsett í Bandaríkjunum, Isol Cotto, var myrt af eiginmanni sínum á gamlársdag á heimili hennar í Marbletown í New York ríki. Maðurinn, William Cotto, sem var lögreglumaður á eftirlaunum, skaut sjálfan sig til bana skömmu eftir ódæðið. 2. janúar 2009 13:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Fjörutíu og níu ára gömul íslensk kona var myrt í svefni af eiginmanni sínum aðfararnótt gamlársdags - um 90 mínútum eftir að hann borgaði sig út úr fangelsi gegn fimm þúsund dala tryggingu. Maðurinn svipti sig síðan lífi frammi fyrir dóttur þeirra hjóna. Síðustu tæplega þrjátíu ár stundvíslega klukkan tólf á miðnætti, þegar gamla árið mætti hinu nýja, hringdi Isol Lind Cotto frá Bandaríkjunum í móður sína heima í Njarðvík til að óska henni gleðilegs árs. Nú í fyrrakvöld barst móður hennar, Sigrúnu Ellertsdóttur hins vegar ekkert símtal frá Bandaríkjunum heldur bankaði presturinn upp á á gamlárskvöld og færði henni þessi hörmulegu tíðindi. ,,Ég missti málið. Ég grenjaði og hef grenjað síðan," segir Sigrún. Isol Lind, lá sofandi heima hjá sér í smábænum Marbletown í New York fylki síðustu nótt ársins, aðfararnótt gamlársdags. Kristína 22ja ára gömul dóttir hennar og eiginmannsins, William Cotto, lá sofandi í sínu herbergi. Mitt í vetrarnóttinni vaknar Kristína við skothvell, hleypur inn í svefnherbergi móður sinnar og sér að hún er látin. Sigrún segir að Kristína hafi hlaupið út og kallað til föður síns sem hafi ekki svarað. Kristína fékk taugaáfall og var svæfð eftir þessa erfiðu reynslu. Foreldrar hennar, Bill og Ísól kynntust á Íslandi þar sem Bill starfaði á herstöðinni á Miðnesheiði. Þau giftu sig og fluttu til Bandaríkjanna, þar sem Bill starfaði sem lögreglumaður, en fjögurra ára dóttir Isolar varð eftir hjá ömmu og afa og ólst þar upp. Hjónabandið var ofbeldisfullt frá upphafi, segir Sigrún. ,,Hún sagði alltaf við mig að hann drepur mig ekki mamma." Isol var þó ekki sannfærðari en svo að hún átti sex hunda, svaf ávallt með tvo við rúmið, sem hún treysti að myndu vara hana við. ,,Eins og ég er búinn að vera að brjóta heilann um þekktu þeir hann þegar hann kom," segir Sigrún sem reyndi ítrekað að forða dóttur sinni frá eiginmanninum. Bill og Isol skildu að borði og sæng fyrir nokkrum árum en voru ennþá formlega gift. Hún tók nýverið við honum aftur. Á þriðjudaginn var hann svo handtekinn, líklega fyrir atbeina Kristínu dóttur þeira, eftir að hafa hrint Isol niður stiga og ýmis önnur brot. Um kvöldið reiddi Bill svo fram 5000 dala tryggingu, var leystur úr haldi rétt upp úr miðnætti og hálfum öðrum tíma síðar var hann búinn að myrða konu sína og sjálfan sig. Nokkrum klukkustundum fyrr talaði Sigrún við dóttur sína í síma í síðasta sinn. ,,Hún sagði við að hún myndi hringja á gamlárskvöld eins og vanalega. Hún hringdi alltaf á mínútunni tólf." En hvað vill Sigrún segja við konur í sömu stöðu og Ísól var, í ofbeldisfullu hjónabandi. ,,Forðaðu þér. Húsið og eigurnar eru einskis virði."
Tengdar fréttir Íslensk kona myrt af eiginmanni sínum í New York Íslensk kona búsett í Bandaríkjunum, Isol Cotto, var myrt af eiginmanni sínum á gamlársdag á heimili hennar í Marbletown í New York ríki. Maðurinn, William Cotto, sem var lögreglumaður á eftirlaunum, skaut sjálfan sig til bana skömmu eftir ódæðið. 2. janúar 2009 13:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Íslensk kona myrt af eiginmanni sínum í New York Íslensk kona búsett í Bandaríkjunum, Isol Cotto, var myrt af eiginmanni sínum á gamlársdag á heimili hennar í Marbletown í New York ríki. Maðurinn, William Cotto, sem var lögreglumaður á eftirlaunum, skaut sjálfan sig til bana skömmu eftir ódæðið. 2. janúar 2009 13:40