Fótbolti

Árni Gautur fékk á sig 3 mörk á fyrstu 20 mínútunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Árni Gautur Arason markvörður Odd Grenland.
Árni Gautur Arason markvörður Odd Grenland. Mynd/AFP

Landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason fékk á sig þrjú mörk á fyrstu 20 mínútunum í 3-0 tapi Odd Grenland fyrir Viking í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Árni Gautur Arason var að leika sinn fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni síðan að hann yfirgaf Vålerenga í lok tímabilsins 2007. Hann kom til Odd Grenland í lok ágúst í fyrra og hjálpaði liðinu að komast upp í úrvalsdeildina á nýjan leik.

Birkir Bjarnason lék fyrstu 87 mínúturnar með Viking í leiknum. Viking byrjaði frábærlega og skoraði á 4., 18, og 21. mínútu en síðasta markið kom úr vítaspyrnu. Annað markið kom eftir að Árni hafði varið frá Birki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×