Fótbolti

Fær Matthaus loksins tækfærið heima? - orðaður við Hertha

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lothar Matthaus er leikjahæsti landsliðsmaður Þýskalands frá upphafi.
Lothar Matthaus er leikjahæsti landsliðsmaður Þýskalands frá upphafi. Mynd/AFP

Lothar Matthaus, fyrirliði Heimsmeistaraliðs Þjóðverja frá 1990 og leikjahæsti landsliðsmaður Þýskalands frá upphafi, hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá Hertha Berlin. Hertha er á botni þýsku deildarinnar og rak í gær þjálfara sinn Lucien Favre.

Matthaus er orðinn 48 ára gamall en hann hefur ekki fengið tækifæri til að þjálfa lið í heimalandinu. Matthaus hefur í staðinn þjálfað hin ýmsu lið út um alla Evrópu. Hann er núverandi þjálfari Maccabi Netanya í Ísrael en þjálfaði áður meðal annars Rapid Vín (2001-2002), Partizan Belgrad (2002-2003) og ungverska landsliðið (2004-05).

Matthaus hefur orð á sér fyrir að vera mjög samvinnuþýður og það sést á því að hann entist aðeins í 33 daga hjá brasilíska liðinu Atletico Paranaense og var rekinn eftir ár frá Red Bull Salzburg þrátt fyrir að hafa aðstoðað Giovanni Trapattoni við að gera liðið að austurrískum meisturum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×